þriðjudagur, janúar 30, 2007
Akureyri, Akureyri, Akureyri
Síðasta föstudag skellti ég mér norður til Völlu minnar, skvísan átti afmæli! Ég fór af stað strax eftir vinnu og lenti á Eyrinni rétt um tvöleytið. Valla tók á móti mér, við rúntuðum aðeins um bæinn og versluðum inn það sem vantaði fyrir stórveisluna um kvöldið. Svo var stefan tekin heim og Rannsan græjuð fyrir helgina og við Valla skunduðum svo af stað í "stelpustund" á snyrtistofu í bænum. Við sátum í pottinum með nokkrum öðrum skvísum og sötruðum bjór- þar var mikið hlegið!
Stórveislan skall svo á um kvöldið. Þetta var eitt skemmtilegasta afmæli sem ég hef farið í. Ég þekkti mjög mjög fáa í upphafi kvöldsins en allir fengu meðal annars hlutverk sem þeir áttu að halda leyndu fram eftir kvöldi. Ég átti að segja tómatabrandara... ég kunni bara tvo. En margir fengu frábær hlutverk, einn saknaði Tótu gríðarlega við takmarkaða ánægju konu sinnar, annar fann lykt út um allt, enn annar skálaði fyrir afmælisbarninu í gríð og erg og enn annar tuðaði yfir því hversu óviðeigandi það væri opið inn í herbergið hennar Rannveigar.. ofl ofl ofl. Það var skylda að mæta með höfuðfat og margir lögðu þvílíkan metnaði í það, Anna Rósa vann keppnina meðal annars fyrir góða nýtingu á annars tilgangslausum hlut. En hún bjó sér til höfuðfat úr brauðkörfunni sem viðskiptavinir KB banka fengu í jólagjöf. Ég barðist grimmt við Fanneyju Dóru en hún bjó sér til kórónu úr sykurmolum, við deildum öðru sætinu saman. Reyndar fékk ég eitt atkvæði fyrir að hafa komið að sunnan svo það er ekki víst hversu sanngjarnt þetta var... ég var í rauninni í 3.sæti. Ég lærði að blanda mojito og drakk nokkra, breska heimsveldið var líka nokkuð gott og bjórinn var fínn. Við skelltum okkur svo í bæinn og á ball með Kristjáni Gísla og stórhljómsveit. Frábært kvöld. Kynntist frábæru fólki og skemmti mér konunglega :)
---
Á laugardaginn var aftur skrall, ég kann ekki svoleiðis lengur :) ég skil ekki hvernig maður gat djammað báða dagana í helginni. En það var samt gaman, ég fór með Völlu, Önnu Rósu og fjölskyldunni hennar Völlu á þorrblót Eyjafjarðarsveitar. Þó svo að ég vissi lítið hverju væri verið að gera grín að þá hló ég máttlausa.. en ég hló sem aldrei fyrr þegar löggann stoppaði hana og vildi fá hana til að blása. Löggan taldi hana hafa gefið lélegast blódjobb sem hann hafði séð- að sjálfsögðu gat Vallan okkar ekki blásið því við hlógum eins og asnar allt í kringum hana!
---
Sunnudagurinn var tekinn í leti og meiri leti. Kvöldið endaði reyndar í pirring sem ég nenni ekki að ræða :) Ég kom heim rétt til að mæta í vinnuna á mánudeginum og fór svo í foreldraviðtal. Skvísan mín er náttla fullkomin í skólanum, stendur sig rosalega vel og tekur miklum framförum í ákveðni og framkomu.
---
Takk allir fyrir frábæra helgi. Valla mín- þúsund kossar og knús.
laugardagur, janúar 13, 2007
Árið gert upp!
Gleðilegt nýtt ár allir saman. Núna er ég komin heim á klakann, með kvef og bólgið auga - sexy bastard hér á ferð :) Ferðin út var alveg frábær, við María nutum þess í botn að vera í fríi og fórum seint að sofa á hverju kvöldi en reyndum að vera komnar á fætur um 9 til að ná sem mestri sól... Mamma, Siggi, Maja, Beggi, Erla og Bjössi- þúsund þakkir fyrir ykkar þátt í að gera þessa ferð að veruleika og gera okkur Maríu kleift að njóta hennar í botn. Flugvallarpirringurinn er alveg horfinn :)
En árið 2006 var sérstakt, breytilegt, skemmtileg, erfitt og öðruvísi. Ég komst að því að ég get gert margt ef mig langar til þess, ég á frábært fólk í kringum mig og þá sérstaklega systu og múttu með sínum góðu viðhengjum, ég pældi mikið í lífinu og tilverunni og bara fullt fullt en svona það helsta hérna...
Janúar: Ég kom heim frá Tenerife, við eyddum alltof miklu en höfðum það mjög gott úti. Ég fékk vinnu á frístundaheimili en fékk betra atvinnutilboð daginn áður en ég átt að byrja þar. Ég fór að vinna með frábæru fólki á skrifstofu félagsvísindadeildar.
Febrúar: Tíðindalítill mánuður. Vinna og skóli.
Mars: Skrapp norður til Völlu eina helgi. Við nutum þess að vera góðar við okkur, keyptum fullt af nammi og borðuðum mikið. Var í miklum hugleiðingum varðandi reunion ´81 árgangsins og verslaði mér góðan búning.
Fór á Reunionið og búningurinn sló í gegn, fékk verðlaun frá Pizzabæ. Gisti hjá Elínu eftir ballið, fékk ekki að fara í eftirpartý :) Annars frekar erfiður mánuður, við Nonni skildum og hann flutti út. Fékk fullt af góðum stuðningi sem ekkert lát er á enn þann dag í dag.
Apríl: FS tilkynnti að þeir myndu yfirtaka Leikgarð. Ég missti mig í reiðinni- varð ekkert ágengt. María fékk inni í Landakotsskóla. Ég varð 25 ára en hélt ekki mikið upp á það frekar en fyrri daginn. Elín, María, Hildur og Ingunn komu mér á óvart með súkkulaðiköku á Hressó og Mamma, Siggi, Maja og Beggi buðu mér út að borða á Lækjarbrekku. Mjög gott afmæli. Fór á árshátið starfsmannafélags HÍ, ég hef sjaldan skemmt mér eins vel edrú.
Maí:Prófatíð, vinna og meiri vinna. Erfiður mánuður. Amma mín besta dó eftir erfiðan tíma. Hún var yndisleg í alla staði. Ragna og Dóra voru hjá henni þegar hún kvaddi, við hin komum nokkrum mínútum seinna. Ég náði þó að kveðja hana vel kvöldið áður.
Júní: Sumar, vinna og vinna. Var í fyrsta skipti í 4 ár barnlaus á 17. júní, sat við tölvuna að vinna í staðinn. Samskiptum mínum við EJS lauk og ég fór til Nýherja. Pantaði far til Chile.
Júlí: Sumarfrí. Ég fór í útilegu með Maju, Sigrúnu og Jóhönnu frænku. Við höfðum það mjög fínt í smá roki en kosíheitum. CHILE- ég hætti að láta mig dreyma um að heimsækja Sunnefu á ferðalögunum hennar og fór bara til hennar. Æðisleg ferð í alla staði. Saknaði reyndar Maríu mjög mikið á meðan.
Ágúst Verslunarmannahelgin á Hesteyri. Mjög fínt, alltaf kósý á Ísafirði. Við mamma keyrðum með Maríu Rún og Elísabetu vestur. Fékk sterkar vísbendingar um eigið ágæti úr ýmsum áttum. Sunny Bunny var fastagestur á Skypeinu hjá mér. María byrjaði í skóla.
September: SunnyBunny kom loksins heim. Skólinn byrjaði. Fór norður að smala, fór í réttina að draga í fyrsta skipti í mörg ár. Fimm ár liðin frá 9/11. Drottningin varð fimm ára.
Október: Lá fyrir dauðanum vegna leti. Skellti mér í frábæra menningarferð með Hildir og Maríu um miðbæinn. Við SunnyBunny tókum líka góðan rúnt :)
Nóvember: Systa varð þrítug og gifti sig í leiðinni þegar hún hélt upp á afmælið sitt, surprice brúðkaup. Æðislegt kvöld. Við Fab4 fórum líka á skemmtilegt skrall stuttu áður, dekur í Laugum- matur á Ítalíu og Sálin í Mosó.
Desember: Brjálað að gera, minnkaði aldrei þessu vant við mig vinnuna. Sleppti því að sofa um miðjan mánuðinn. Jólin, borðaði mikið og saknaði Maju og Begga. Fór til Tenerife með mömmu og Sigga.
... og svona var það, hvernig ætli árið 2007 verði?
fimmtudagur, desember 28, 2006
þriðjudagur, desember 12, 2006
Hvernig veistu að þú ert í prófatíð?
... þegar þú deyrð úr hlátri þegar þú færð lánaðan varasalva í túpu og ferð að hugsa um þrönga sáðrás..
mánudagur, desember 04, 2006
DramaQueen
Þú ert miðlungssteikt dramadrottning.
Miðlungssteiktar dramadrottningar eru konur meðalhófs. Þær eru skynsemisverur miklar, hafa sterka réttlætiskennd og vilja öllum vel. Í raun myndu flestar miðlungssteiktar dramadrottningar frekar vilja vera baunabuff en hamborgari því þá hefðu engin saklaus dýr þurft að líða fyrir samlíkinguna.
Miðlungssteiktar dramadrottningar hafa algera stjórn á dramatíska hluta heilans. Í raun verður sjaldan vart dramatískrar hegðunar hjá hinni miðlungssteiktu. Ekki einu sinni slæmur hárdagur getur raskað ró hennar.
Miðlungssteiktar dramadrottningar eru hæglátar, yfirvegaðar en fylgispakar. Þær eru trúar leiðtoga sínum sem er gjarnan léttsteikta dramadrottningin og fylgja henni oft í blindni. Þegar á reynir er hún hins vegar ekki tilbúin til að hvika frá sannfæringu sinni og á það til að vera samviska þeirrar léttsteiktu og halda henni á jörðinni.
Hversu mikil dramadrottning ert þú?
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Stóra systir gengin út!

fimmtudagur, nóvember 23, 2006
35 dagar og 30 ár
Vá hvað ég hlakka til... eftir 35 daga lendi ég ásamt skottunni minni, mömmu og Sigga á Tenerife Sur flugvellinum. Það var svo gott að koma út af flugvellinum í fyrra, komið kvöld en 19 stiga hiti. Mig hlakkar svo að hafa það kósý og slappa af...
---
Ég er sko búin að ákveða hvað ég ætla að gera þarna úti.. ég ætla að fara á Tuscany og fá mér að borða, ég ætla í báða dýragarðana, apagarðinn, cameldýragarðinn, verslunarferðina, vatnsrennibrautagarðinn og njóta þess að hafa það gott. Sem sagt ég ætla að slappa af :)
---
En í dag er stór dagur! Stóra systa hún Maja mín er þrítug. Hún ætlar að halda upp á það næsta laugardag með heljarinnar veislu- litla systa fer í greiðslu og alles. Við höfum alltaf verið mjög nánar systur þó að samkomulagið hafi ekki alltaf verið uppá það besta.. gelgjan var stundum pínu erfið :)
---
En það er pottþétt að ég á margt henni Maju minni að þakka, og Begga mínum líka. Maja tók mig upp sinn arm og aðstoðaði mömmu með mig þegar ég var lítil skotta, hún vakti heilu næturnar þegar ég hrædd við einhver hljóð. Hún sagði mér að jólasveinninn væri ekki til þegar kominn var tími til að fullorðnast. Hún vaskaði alltaf upp þótt ég ætti að gera það. Hún keyrði mig í skólann og leyfði mér að reykja í bílnum þegar hún var komin með bílpróf. Hún reddaði mér þrisvar sinnum vinnu, fyrst á Vestra, svo á Sólbaðstofunni og svo í IKEA. Hún leyfði mér að kúra upp í hjá sér og Begga þegar ég hafði misstigið mig aðeins um of í miðbænum eitt kvöldið. Hún tók dóttir minni sem sinni eigin strax frá upphafi. Hún og Beggi hafa hjálpað okkur Maríu meira heldur en nokkurn gæti grunað og svo margt margt fleira...
---
Það er nokkuð ljóst að án systu hefði ég nú ekki orðið sú sem ég er :) Lov u og takk fyrir allt saman
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Bissý læf
Það er svo mikið eitthvað að gera núna, misskemmtilegt. Rannsókin mín er náttla úber skemmtileg :) Hún tekur mikinn tíma, oft virðist sem ekkert gerist á þessum mikla tíma nema símareikningurinn hækkar þar sem ég þarf mikið að hringja vegna viðmælenda minna. Ef þú þekkir einhvern sem hefur verið í sérskóla fyrir nemendur með hegðunarvandamál eða eitthvað slíkt og vímuefnaneysla er ekki hans aðalvandamál og hann er á aldrinum 14-17 ára endilega hafðu samband við mig aya@hi.is Mig vantar viðmælendur!!!
---
Annars fór ég á námskeið um daginn hjá Kirsten Stalker sem er einna fremst á sviði rannsókna með börnum og unglingum. Okkur í rannsóknarhópnum var boðið að koma, frábært námskeið. Ég lærði ekkert smá mikið á þessum stutta tíma, brilliant námskeið. Svo er líka bara svo gaman að hitta fólk sem er að pæla í því sama og maður sjálfur. Endalaust gaman!
---
Í næstu viku er fundur hjá fötlunarfræðinni með Tom Shakespeare, hann er áhrifamikill Leedsari. Mikill talsmaður félagslega líkansins um fötlun, ég hlakka til að hitta kauða og sjá hvernig nafnið sem maður les svo oft lítur út. Það er svo gaman að vera í fötlunarfræðinni núna, það er svo mikill kraftur í öllu og svo skemmtilegt fólk sem maður er að vinna með. Endalaust gaman!
---
Skottan mín er á fullu á sundnámskeiði, hún og Tryggvi fara saman og foreldrarnir sitja að snakki frammi. Í dag ákváðum við Hildur þó að breyta út af vananum, við skelltum okkur í pottinn á meðan gormarnir æfu sundtökin með kút og kork. Það var ekki nema -6°C úti... ótrúlega þægilegt að kúra sig ofan í heitan pottinn, ekki eins þægilegt samt að fara uppúr. En endlaust gott að vera í hitanum ofan í.
---
Það er svo margt skemmtilegt á döfinni hjá minni. Laugardagurinn er bókaður í skemmilegheit, stóra systa á afmæli í næstu viku og verður hvorki meira né minna en þrítug. Helgan mín á líka afmæli í næstu viku, hún verður 25. Maja pæja heldur upp á afmælið á laugardaginn næsta, allur dagurinn er bókaður í punt og dúllerí :) 3. des æltum við mæðgur að bregða okkur í menningarferð í Borgarleikhúsið og sjá hana Ronju. Ég sá Ronju fyrst í bíó á Akureyri þegar ég var 3-4 ára, ég man mjög lítið eftir því nema hvað það var mikill reykingamökkur inn í salnum. Svo ætlum við Valla að fara með skotturnar okkar í Borgarfjörðinn 8-10.des og hlaða batteríin. Ég hlakka svo til, dúllast í jóladóti, borða góðan mat og vera í góðum félagsskap. Svo eru bara jólin.. og Tenerife :) Endalaus skemmtun!
---
En svo er líka sumt minna skemmtilegt í gangi, nenni ekki að tala um það.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Skemmtun eða keppni?
Ég horfði á Kastljósið áðan eins og ég geri oft með öðru auganu. Nema hvað, umræðan nú var um fimleikaþjálfun. Nemar úr HR voru að fylgjast með fimleikaþjálfun 8 ára stelpna í Björkinni, þeim blöskraði svo þjálfunaraðferðirnar sem þar áttu sér stað að þeir ákváðu að fara með málið í fjölmiðla.
--
Ég get alveg viðurkennt það að ég er ekki hlutlaus þegar kemur að fimleikaþjálfun, það sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina hefur fengið mann til að efast um gildi þeirrar íþróttar fyrir börn. María hefur oft beðið um að fá að fara í fimleika, ég hef alltaf sagt nei eða dregið úr því og sagt henni að við skoðum það seinna. Ég þori ekki að taka sénsinn á því. Í Kastljósinu áðan fékk ég enn frekari staðfestingu á því að þetta sé ekki íþrótt sem hún muni æfa.
--
Yfirþjálfar fimleikafélagsins kom í viðtal, hún hefði betur sleppt því ef hún hefði viljað að málið kæmi vel út fyrir félagið. Hún gat illa svarað fyrir sig, sagði stelpurnar sækja í athygli með því að gráta yfir teygjum og að nauðsynlegt væri að slá á stelpurnar til að þær þekktu rétta vöðvahópa og stæðu rétt. Er þá ekki nauðsynlegt að slá á hendurnar á börnum í leikskóla? Flestir uppeldisfræðingar eru sammála um að slíkt er ekki rétt aðferð til að ná árangri. Nautahægðir segi ég nú bara.
--
Af hverju geta börn ekki verið í íþróttum af því það er hollt líkamlega, andlega og félagslega? Síðan hvenær áttu börn ekki að skemmta sér í íþróttum? Síðan hvenær er sársauki birtingarmynd athygli?
sunnudagur, október 29, 2006
Ég dó næstum því :)
Rakst á þetta innlegg á tímaþjófnum barnaland.is áðan
þeta kom firir mig og kal nýmer 3 en það var han sem prunpaði á mig og ég gubaði á han og han hélt bara áfram og var alveg sama og ég grenjaði bara og han hlæjaði að méro g svo hæti ég með honum því ahn var altaf að prunpa eftir þeta þegar við vorum að geraða því honum fanst það ssvo findið!!!!
Ja hérna hér!
miðvikudagur, október 25, 2006
Menningarferð
Í tilefni þess að Helgi útskrifaðist síðasta laugardag með BA próf í uppeldis- og menntunarfræði ákváðum við Hildur og María að gerast menningarlegar og skelltum okkur í bæinn. Takmark okkar var að fara á sem flesta staði í miðbænum.Byrjuðum á Caruso..
Svo var ferðinni heitið á Sólon, myndavélin gleymdist í töskunni en við skelltum okkur á París..svo Deco, svo Victor þar sem við urðum allt í einu minnilhlutahópur, svo Sólón, svo Hverfis og aftur Sólon. Hildi fannst drykkurinn sinni betri í útlöndum... en ég sá hana nú ekki kúgast á þessum
Komnar á Deco, þrælfínn staður með góðri Stellu. Rann ljúflega niður
Victor, og "helvítis" útlendingurinn að reyna við andskotans Íslendinginn hana Maríu.. ég læra íslenska, ég strákur og þú stelpa :)
Flíspeysurnar og vinnujakkarnir urðu nú aldeilis hott þegar við tókum upp glossinn...
And we were crazy...
Set inn albúm þegar ég nenni, kúltúrkveðja






sunnudagur, október 22, 2006
Nenna óskast!
25 ára einstæð móðir/háskólanemi í Vesturbænum óskar eftir nennu á viðráðanlegu verði. Nennan þarf að gera það að verkum að einstaklingurinn öðlist drifkraft og áhuga á núverandi námi og sinni því af heillindum og alúð. Tekið er á móti umsóknum í athugasemdnum, umsóknir þurfa að uppfylla almenn skilyrði um röklega framsetningu og bera vott um metnað.
Með ósk um skjót viðbrögð
Ásdís Nennulausa
föstudagur, október 20, 2006
fimmtudagur, október 19, 2006
Alltaf stuð í Vesturbænum!
Það er svo mikið um djúpar pælingar á blogghringnum mínum að maður getur ekki annað en farið að velta öllu fyrir sér fram og til baka- hentar vel þegar maður getur ekki sofið :)
---
Að væla yfir eigin lífi er svo auðvelt þangað til maður áttar sig á því að maður hefur það nú bara asskoti gott miðað við svo marga aðra. Ég er búin að hanga alltof mikið á barnaland.is í kvöld og þar var verið að auglýsa eftir uppskriftum af máltíðum fyrir 100-300 krónur- vona að ég þurfi aldrei að pæla í því að eyða ekki meira en 300 kalli í kvöldmatinn fyrir okkur Maríu. Hvað er að þessu landi þegar fólk þarf að borða fyrir þennan pening, hvernig er næringargildið í þessum mat?
---
Svo las ég á bloggi einnar skvísu um að gera upp fortíðina. Öll eigum við einhverja drauga úr den misstóra auðvitað en það virðist oft vera þannig að þeir sem eiga minnstu draugana kvarta hvað mest. Stóru draugarnir eru afgreiddir án þess að kvarta mikið. Fortíðin er það sem mótar nútíðina, án fortíðarinnar værum við ekki þau sem við erum. Fortíðin er liðin og framtíðin bíður, maður verður að leyfa sér að njóta lífsins því einn daginn er það ekki lengur í boði.
---
Svo er líka alltaf veikindi barna sem fá á mig, maður kvartar yfir smá flensuskít sem stendur yfir í nokkra daga. Litla frænka mín veiktist um daginn, mér fannst það ekkert smá erfitt að vita ekki hvað væri að. Hugurinn fór að flug og flugið var ekki gott. Þetta voru nokkrir dagar, hvernig fara foreldrar að þegar börnin þeirra liggja mikið veik mánuðum saman, jafnvel árum, hvernig er þetta hægt og halda geðheilsunni á sínum stað.
Lífið er flókið
föstudagur, október 13, 2006
Heimilisofbeldi
Undanfarið hefur heimiliofbeldi mikið borið á góma í kringum mig. Skólasystir mín sagði okkur í fyrra frá grófu ofbeldissambandi sem hún var í, maður var bara eiginlega orðlaus. Þvílík mannvonska en ótrúlega sterk stelpa, sá hana einmitt um daginn. Lítur rosalega vel og blómstar alveg. Ástæðan fyrir því að hún sagði okkur hinum frá þessu var umræða í kringum hópverkefni þar sem ein skólasystir okkar lét þau orð falla að hún skildi ekki konur sem létu berja sig trekk í trekk. Það er lætur enginn berja sig, svona tungutak fer í taugarnar mér. Kannski vegna þess að eitt sinn var ég ekkert langt frá því að búa við þessar aðstæður án þess að átta mig á því, en með aðstoð góðra vina og fjölskyldu slapp ég. Allir eru ekki svo heppnir. Helgan mín lét mig aldrei í friði :) og sætti sig ekki við framkomuna sem var á mínu heimili, takk fyrir það Helga mín. Hún var sennilega sú eina sem vissi hvernig málin voru. Fjölskylduna grunaði að ekki væri allt með felldu og þegar ég sagði loks frá tók hún mér með opnum örmum. Ef mamma hefði ekki verið svona ákveðin hefði ég sennilega stokkið til baka á einhverjum tímapunkti... .En ég vil taka það fram að ég er ekki að ræða um Nonna
---
Um daginn var ég svo í öðru hópverkefni, þá kom aftur upp umræða um heimilisofbeldi og tók ein sér í munn þetta fræga tungutak.. að láta berja sig! Ég var reið en hélt mér óvenju rólegri. Við ræddum málin, hún var reyndar ein í hópnum á þessari skoðun. Við hinar höfðum kynnt okkur málið betur og vissum sem var að málið var ekki svona einfalt. Hún vildi meina að hér á landi væri allt til alls og kona þyrfti ekki að láta berja sig, hér hefðum við velferðarkerfi sem aðstoðaði konur út úr svona lífi. Því ég ekki sammála þótt staða kvenna í ofbeldissamböndum sé á margan hátt betri hér en í öðrum löndum þá er hún ekki góð, hugtakið fjölskyldutekjur kemur þar inn sem sterkur áhrifavaldur. Hugtak sem Kvennalistinn sálugi vildi afnema úr lögum landsins en það náði ekki fram að ganga. Þetta eina hugtak hefur miklar afleiðingar, sérstaklega í hjónabandi þar sem annar aðilinn er með mun hærri tekjur en hinn. Greiðsla barnabóta miðast meðal annars við fjölskyldutekjur, en ekki einstaklingstekjur. Þar af leiðandi fá konur fá litlar barnabætur í kjölfar skilnaða og langan tíma tekur að komast inn í kerfið á þeirra forsendum, forsendur hennar og fyrrv maka ráða för.
---
Svo nú vikunni frétti ég af grófu ofbeldissambandi í nágrenni við mig, ég trúði því fyrst ekki. Var nokkuð viss um að þar væri svæsin kjaftasaga á ferð enda stelpan bráðmyndaleg og vön að vera á milli tannanna á fólki. En í gær fékk ég að vita að kjaftasagan væri rétt og hún tekin aftur saman við ofbeldismanninn. Í því sambandi hafði lögreglan og nágrannar haft ítrekuð afskipti af fjölskyldunni, konan lifði í stöðugum ótta meðan þau voru skilin. Annað mál hefur einnig verið í gangi nálægt mér, ég veit ekki hvernig staðan er á því í dag.
---
Í held að ofbeldismenn séu í raun snillingar í mannlegum samskiptum á ákveðinn hátt, þeir tala konurnar til og smám saman telja þeim trú um að ábyrgð ofbeldisins sé á þeirra hendi. Fjölskyldan og vinirnir bara eitthvað leiðinlegt fólk sem borgar sig ekkert að ræða of mikið við, smám saman minnka samskiptin við aðra en ofbeldismanninn. Konan verður einangruð. Ég ræddi þetta nokkuð við systur mína í gær og við vorum sammála um það að ef önnur okkar byggi við slíkar aðstæður og við vissum af því, myndum við ekki láta kyrrt liggja. Ég er nokkuð viss um að mamma okkar myndi taka okkur og börn okkar í burtu með valdi ef þörf krefði. En þetta eru flókin mál... og sorgleg.
miðvikudagur, október 11, 2006
Markaðsfræði
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig skilgreina eigi ýmsa þætti sem koma að markaðsfræði, sérstaklega þar sem skrifborðið mitt í vinnunni er alveg við viðskipta- og hagfræðideild. Núna þarf ég ekki lengur að spá, fékk fínar útskýringar á maili áðan...
Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir: "Ég er frábær rúminu!"
- Bein markaðsetning
Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir: "Hún er frábær í rúminu!"
- Auglýsing
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans og hringir í hann daginn eftir og segir: "Hæ, ég er frábær í rúminu!"
- Símamarkaðsetning.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín,labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir: "Ó! á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
- Almannatengsl.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir: "Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
- Þekkt vörumerki.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni.
- Söluorðspor.
Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
- Tækniaðstoð.
Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun: "Ég er frábær í rúminu!"
- Ruslpóstur.
Loksins er markaðsfræði komin á mannamál...
föstudagur, september 22, 2006
Ótrúlega spúkí!
Ég man svo vel eftir því þegar hryðjuverkin voru gerð á tvíburaturnana fyrir 5 árum. Ég lá í sófanum upp í Gullengi með Betty og mjólkurglas, fyrirvaraverkirnir voru komnir til að vera og ekkert í sjónvarpinu nema fréttir :) Mér finnst rosalega gaman af M. Moore og hans pælingum, kaupi þær nú ekki allar en hann er kúl. Einhvern veginn held ég að heimurinn væri öðruvísi í dag ef Al Gore hefði fengið blessaða forsetaembættið eins og hann átti að gera, ég efast um að hann hefði brugðist eins við. Að auki finnst mér Hugo Chavez forseti Venezuela hetja vikurnnar, hann þorði að segja það opinberlega það sem margir hugsa. En ég rakst á þetta á netinu áðan, fannst þetta bara spúkí...
1. Í New York City eru 11 bókstafir
2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir
3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.
4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir
Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:
1. New York er 11. fylkið
2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)
3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 = 11)
4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)
5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)
Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....
1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)
2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)
3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)
4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers. ...
og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:
Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins *
Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle. The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and while some of the people trembled in despair still more rejoiced: For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."
Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.
Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða?
Prófaður þá eftirfarandi:
* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:
1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.
2. Litaðu Q33 NY
3. Breyttu stafastærðinni í 48
4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)
ÓGNVEKJANDI!!
fimmtudagur, september 07, 2006
Smala smala smala
Næsta helgi verður tekin rólega, eða svona eins rólega eins og hægt er við að smala heimskum kindum niður í rétt. Við förum norður á morgun eftir vinnu og skóla, ég ætla að stefna að því að komast í Borgarnes í kvöldmat :) Við verðum í sumarbústað á Skagaströnd
Bústaðurinn er rosalega fínn, við vorum líka þarna þegar jarðaförin hennar ömmu var. Lítill og kósý á fallegum stað í bænum
Ég hef tvisvar sinnum á ævinni sleppt því að fara í réttir- í fyrsta skiptið var ég upptekin upp á Kvennadeild LSH að fæða Maríu. Ég man svo vel eftir því þegar ég hringdi, amma svaraði í símann og ég sagði henni að María væri fædd. Seinna skiptið man ég ekki af hverju ég kom ekki- hreinlega man það ekki. En fyrst ég er í svona sveitastuði þá verð ég nú að sýna ykkur mynd af fallegu sveitinni minni, Hallárdalurinn sést svo vel og Halláin sem við fórum nokkrum sinnum útí að vaða við mikla gleði laxveiðimanna. Svo er náttla bærinn okkar, Vindhæli í öllu sínu veldi.
Eigið góða helgi- ég ætla að hafa það næs



mánudagur, september 04, 2006
Hvar er draumurinn????
Ég mætti í vinnuna sönglandi Sálarlög- helgin var æði! Við Hildur fórum út að borða á Hereford á laugardaginn til að halda upp á afmælið hennar á föstudaginn og svo mitt síðasta vor :) Við fengum okkur þríréttaðan veislumat- jeminn hvað kjötið var gott. Sæmi Helgupabbi var þarna líka, ég sá hann en þóttist ekki sjá hann því ég var ekki viss um hvort hann þekkti mig... hef sko ekki hitt manninn í 4 ár held ég. Svo fæ ég sms frá Helgunni- kallinn hafði þekkt mig. Ég stökk þá til og heilsaði upp á kappann, hann var hress að vanda.
---
Við Hildur sátum svo að sumbli á barnum á Hereford og veltum fyrir okkur framhaldi kvöldsins... við tókum ákvörðun um að fara á Sálina í Hlégarði. Við fórum með stelpunum í partý til Davíðs Jóns og djúsuðum aðeins meira þar fyrir ballið. En ballið var æði- mikið sungið, mikið dansað og mikið talað. Bara gaman.
---
Gærdagurinn var svolítið erfiður... eiginleg rosalega erfiður. Ég var að farast úr þvinnku en það reddaðist eins og allt :*)
sunnudagur, ágúst 13, 2006
....
Merkilegt hvað fólk er misjafnt. Lífið er skrítið. Alltaf finnst mér jafn merkilegt þegar sumir þykjast ekkert vita um eigin framkomu og láta eins og englar, jú það gæti eyðilagt þeirra mannorð...???? Sumir þurfa líka að fá að vita að aðrir hafi séð til þeirra? Er leikurinn gerður til þess, ég spyr? Á að stilla fólki upp við vegg og láta það taka afstöðu? Ekki fyrir mig, ég veit hverjir mínir vinir eru.
---
Ég hef mikið velt því fyrir mér í sumar hverja ég telji til minna vina og hverja ekki, ég hef áttað mig á því að vinir mínir eru fáir en góðir. Við Sunnefa áttum virkilega góða tíma saman og gátum rætt um allt á milli himins og jarðar, vinir eru þeir sem þú getur talað við þegar þú þarft sama hversu langt er síðan síðast. Það eru vinir.
---
Ég var að koma heim frá Guðrúnu, hún var að halda upp á síðbúið afmæli í dag. Hva, það er ekki nema rétt rúmur mánuður síðan hún átti afmæli. Ég er að spá í að halda upp á afmælið mitt í september þegar Sunnefa kemur heim og María er búin að eiga afmæli, bjóða nokkrum heim í smá skemmtó.. kannski Singstar eða eitthvað? Sjáum til, ætli ég verði ekki of upptekin til þess, kannski held ég bara upp á þrítugs afmælið mitt. Þá verð ég alla vega búin í skólanum og ekki í prófatörn á afmælinu...
---
En svona er lífið
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)