miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Kynþokkinn svífur yfir Eggertsgötunni
Tímabil kynþokkans er komið á fullt - prófatímabilið. Þrátt fyrir að þetta sé 6.árið mitt í HÍ er ég ekki enn búin að læra hvernig maður heldur kúlinu og kynþokkanum á þessum tíma.
Ég fór upp í skóla áðan að vinna á SPSS. Outfittið: Bleikköflóttar náttbuxur, grá flíspeysa, brún ullarpeysa og svört stígvel. Kynþokki: Enginn.
Ég hitti eina samstarfskonu mína við heftarann - hún sá sig knúa til að koma við efnið í buxunum.
Svo til að bæta lúkkið enn frekar þá er ég hvítari IKEA hilla og sýg stanslaust upp í nefið.
The Sexy Beast is out!
sunnudagur, nóvember 25, 2007
Arg!!
Ég stalst til að kíkja á Silfur Egils áðan, þar voru Oddný Sverris og Sigríður Andersen ásamt Grétari Mar og Lýði Árnasyni. Það var verið að ræða um neikvæða umsögn borgarráðs vegna nektardansstaða og launamun kynjanna meðal annars. Mín tilfinning er sú að Sigríði sé svo mikið í mun að komast til metorða innan síns flokks að hún þorir ekki að tjá eigin skoðanir eða jafnvel er hún bara illa upplýst um þessi mál.
Rannsóknir sem sýna fram á launamun kynjanna eru að hennar sögn illa unnar og rangar. Þær sem sýna fram á hverfandi launamun eru góðar. Ég spyr, hvaða aðferðafræðiþekkingu hefur hún. Mig minnir að hún sé lögfræðingur.
Hún hefur heldur ekki séð neinar sannanir fyrir því að nektardansstaðir séu eitthvað slæmir. Mansal er þekkt í þessum bransa, af hverju ætti Ísland að vera einhver undantekning? Við getum ekki einu sinni komið vel fram við erlenda verkamenn, sagan segir okkur að erlendar konur fá síst betri meðferð. Ég spyr, hvar hefur hún verið undanfarin ár?
Mér finnst það mjög alvarlegt og hrikalega ergilegt þegar fólk í áhrifastöðum neitar að horfast í augu við staðreyndir.
föstudagur, nóvember 23, 2007
Gamla konan
Ég man svo vel eftir því þegar ég var að vinna á Vestra Grill í Mosó með Maju systir. Hún var ótrúlega gömul og mikil kerling eitthvað, enda alveg orðin 21 árs. Hún vissi allt, kunni allt og var bara fullorðin gömul kona! Þrátt fyrir gífurlega háan aldur þykir mér einstaklega vænt um hana, þrátt fyrir ýmsilegt hafi breyst frá því við vorum krakkar passar hún mig eins og sín eigin börn. En í dag er hún orðin miklu eldri, þessi elska á afmæli í dag.
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Maja
Hún á afmæli í dag
Elsku besta systa mín, innilega til hamingju með daginn. Lov u endalaust.
mánudagur, nóvember 19, 2007
Go Fish!
Ég fór með Maríu á skautasvellið í Laugardal í gær sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var búin að gleyma hversu margir "pabbar" sækja svellið um helgar. Mér sýndist á öllu að þetta væri nú bara fínasti veiðistaður fyrir ykkur sem vantar reglulegar tilkippingar. Þegar ég sá hreyfingar þessara peyja gat ég ekki hætt að hugsa um orð einnar vinkonu minnar... "Hann hefur hæfileikana til að hreyfa sig, maður sér það sko alveg. Ef hann kann það ekki þá er bara ð kenna honum það."
---
Sumir voru nokkuð stirðbusalegir, runnu áfram meira á viljanum en getunni. Þeir voru vel gallaðir með hjálma og þykkar lúffur. Sumir jafnvel með nokkrar bólur. Mjög rauðar kinnar einkenndu þennan flokk. Einn gerðist svo "frakkur" að hann skautaði niður lítill polla, hann náði athygli móðirinnar nokkuð örugglega þar.
---
Nokkrir leiddu börnin sín samviskulega og runnu rólega áfram á ísnum. Þeir virtust öruggir á svellinu og þekkja sín takmörk, en spurning er hvort það var feik. Þeir voru klæddir eins og þeir væru nýkomnir úr æfingabúðum í Noregi. Mynstruð húfa, stórar lúffur og ullarpeysa einkenndu þennan hóp.
---
Einn hópurinn var þessi týpíski töffari, í ullarjakka með trefil og rauð eyru. Þeir runnu hægt og örugglega um ísinn, juku stundum hraðann en áttu ekki í neinum vandræðum með að hæga á sér ef þess þurfti. Þeir virtust ganga í verkið af miklu öryggi, viljinn og getan stóð algerlega með þeim.
---
Svo var einn með minnti mig á Jónas Breka forðum daga - þeir sem stunduðu svellið 1993-1994 vita hvað ég er að meina. Hann skautaði eins og motherf****** um allt svellið. Hraðinn var þvílíkur. Eina sem mér flaug í hug var að maðurinn hlyti að vera eigingjarn.
---
Svo var annar, hann var gamall og broshýr. Hann var að kenna ungri stelpu (róleg hún er alveg 27 ára) að fara afturábak á skautunum. Mér fannst þetta eitthvað hálf perralegt, hann var svona ekta þjappari...
---
Eníveis, ef þig vantar karlmann þá er nóg af þeim á skautum um helgar.
mánudagur, nóvember 12, 2007
Pant frá sms!
Síminn minn þoldi ekki kaffibaðið og dó svo að ég er komin með algjöran gellusíma - totallí tjíck fón! En ég þar sem sá gamli dó með 90% af símanúmerunum mínum þá panta ég að fá sms frá öllum...
sunnudagur, nóvember 11, 2007
Quick and accurate?
Róleg - ég vil bara hafa þá nákvæma en ekki snögga :) Það er meira hvað sumir geta alltaf verið dónalegir í hugsun!
---
En mig vantar einhvern til að afrita fyrir mig viðtöl svo ég eigi þess kost að útskrifast í júní 2008. Skipulagið mitt er ekki alveg að ganga upp: prófa- og verkefnatörn til 17.des, hálskirtlataka 18.des og 2-3 vikur þar á eftir í slapperí, jólin og svo Tenerife 5.-23.janúar. Í mars þarf ég að vera tilbúin með ritgerðina mína fyrir innanhúslestur og lagfæringar.
---
Miðað við óbreytt ástand þá gengur þetta ekki upp. Ef ég klára alla gagnasöfnun fyrir jól og get byrjað að greina um jólin (í veikindafríinu) þá er séns að ég verði tilbúin með drög að ritgerð í mars. Þannig að ég er búin að ákveða að fá hjálp við þetta :) Ef þið vitið um einhvern sem er hraðvirkur og mjög vandvirkur sem er til í að afrita ca 8 - 10 viðtöl næstu tvo mánuði fyrir smá pening endilega látið mig vita.
---
Fyrir ykkur sem súpið hveljur og fáið martraðir um sinaskeiðabólgu þá ætla ég að benda ykkur á að maður er mikið fjótari að afrita beint með því að sleppa AR. Ég er ekki nema 3-4 tíma með eitt viðtal ef ég er ekki að skrifa AR á sama tíma, svo eru græjurnar orðnar svo góðar núna að á tækniöld eru engar kasettur heldur hljóðskrár í tölvunni og fótstig við tölvuna.
---
Er ég ekki að selja þetta einhverjum hérna?
---
Ps. Kynningin gekk alveg glimrandi vel :)
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
Afrek síðasta sólarhrings
- ég drap síðustu fiskifluguna
- ég sofnaði í sófanum og svaf þar alla nóttina
- ég svaf yfir mig
- ég gleymdi hádegismatnum heima
- ég missti símann minn ofan í kaffibollann
- ég sofnaði yfir lærdómnum og svaf í rúmlega klukkutíma
- ég uppgötvaði að "bilunin" í vefkerfi HÍ var vankunnáttu minni að kenna
- ég downlodaði demo útgáfu af SPSS í þriðja skiptið á tölvuna mína
- ég kláraði kynninguna á MA ritgerðinni minni
Fleira var ekki gert ...
mánudagur, nóvember 05, 2007
Vinna og vetrarfrí
Vinna, vinna og aftur vinna... eftir gott helgarfrí á Akureyri er ég komin á kaf í vinnu. Ég lenti á bílastæðinu eftir tvær búðarferðir rétt um sjöleytið. María Rún var í vetrarfríi svo við mæðgur ákváðum að skella okkur til famelíunnar á Akureyri. Ferðalagið norður gekk mjög hægt en sem betur fer komumst við á leiðarenda - ég var orðin ansi óttaslegin á tímabili og þakkaði guði fyrir endalausa þolinmæði ferðafélagans og gsm síma - ég hringdi reglulega í múttu og lét hana fylgjast með mér. Sveittir lófar, stífar axlir og brotið sjálfstraust lentu á Eyrinni seint á fimmtudagskvöldið.
---
Annars höfðum við það rosalega gott hjá Völlu og famelí, ég er ekki frá því að ég hafi bætt á mig kílóum þessa helgina. Jóhannes Árni er náttla algjör krúttsprengja, það er svo krúttlegt þegar hann "spjallaði" við mann og hló. Stóru stelpurnar skemmtu sér líka mjög vel saman, bjuggu til marga leikþætti í "Maríu herbergi" og svo komust þær að því að pabbi hennar Lovísu Marý væri útlenskur og heitir eitthvað sem byrjar á M.... Skvísan mun reyndar vera Kristjánsdóttir - sennilega vitlaus dyrabjalla :) Svo kíktum við á nýju Akureyringana, Sigrúnu og co. Þau búa í krúttlegu húsi á á besta stað (eða svo segja "gömlu" Akureyringarnir). Hef ég einhvern tímann sagt ykkur hvað mér finnst Akureyrin frábær staður - á leiðinni heim fékk ég alveg svona "flytja til Akureyrar" fíling...
---
En svo þegar við mægður vorum búnar að koma dótinu okkar heim, borða og gera og græja fyrir svefninn þá fór ég beint í tölvuna að vinna. Yfirleitt gengur fínt að vinna með blessaða forritið sem háskólavefurinn er vistaður á en í kveld erum við ekki vinir - gengur barasta ekki neitt! Ég hef alveg einstaklega litla þolinmæði fyrir forritum sem virka ekki eins og ég vil. Sérstaklega fer í taugarnar á mér þegar forrit skemma skipulagið mitt - ég þarf að klára vefsetursvinnuna í kvöld því á morgun þarf ég að klára kynningu á MA ritgerðinni minni ... Ég þarf að kynna ritgerðina á fimmtudaginn - wish me good luck, I sure need it :)
---
Eníveis - spurning um að halda áfram að vinna?
föstudagur, október 19, 2007
Mér finnst þetta bara svo fyndið..
1. WHY DO MEN BECOME SMARTER DURING SEX?
(because they are plugged into a genius)
2. WHY DON'T WOMEN BLINK DURING SEX?
(they don't have enough time)
3. WHY DOES IT TAKE 1 MILLION SPERM TO FERTILIZE ONE EGG?
(they don't stop to ask directions)
4. WHY DO MEN SNORE WHEN THEY LIE ON THEIR BACKS?
(because their balls fall over their butt-hole and they vapor lock)
5. WHY WERE MEN GIVEN LARGER BRAINS THAN DOGS?
(so they won't hump women's legs at cocktails parties)
6. WHY DID GOD MAKE MEN BEFORE WOMEN?
(you need a rough draft before you make a final copy)
7. HOW MANY MEN DOES IT TAKE TO PUT A TOILET SEAT DOWN?
(don't know.....it never happened)
8. WHY DID GOD PUT MEN ON EARTH?
(because a vibrator can't mow the lawn)
Nr. 1 og 6 eru mitt uppáhald...
föstudagur, október 12, 2007
þriðjudagur, október 02, 2007
Áttu tannstöngul?
Hver í andskotanum sagði mér að geyma 8 rifnar gallabuxur inni í fataskáp til að ég gæti saumað úr þeim pils?? Guðrún minnti mig á það áðan að tilgangurinn með geymslunni hafi verið ætlaður saumaskapur en hver kom þeirri hugmynd í minn litla koll. Ég kann ekki einu sinni að sauma!
---
Eníveis, snúllan mín þurfti að koma heim snemma úr skólanum í gær svo við erum búnar að vera heima í gær og dag. Gærdagurinn fór því bara í leti eftir að við komum heim - hún svaf á sínu græna í sófanum frá kl. 14-18.30. Ég dottaði með henni milli þess sem ég lærði og leyfði huganum að reika. Sirka klukkutími fór reyndar í millilandasímtal til Chile.. ohh hvað mig langar þangað núna!
---
Planið hjá mér í gærkvöldi var að fara í geymsluna og henda og henda en ég bara kom því ekki í verk. En svo þegar ég vaknaði í morgun ákvað ég að ég þyrfti að "keep me busy" til að bilast ekki hérna heima við. Þannig að núna lítur íbúðin mín út eins og ég hafi verið að flytja... Ég er búin að setja föt sem ég er hætt að nota, hef aldrei notað, mun aldrei nota og það sem er orðið of lítið, of ljótt eða asnalegt af Maríu ofan í ruslapoka - ekki einn, ekki tvo, ekki þrjá heldur fjóra. Fataskápurinn minn er orðinn svo fínn að Guðrún má meira að segja kíkja í hann, þeir sem þekkja hana vita að fataskápurinn hennar er alltaf óaðfinnanlegur. Svo er meira að segja komið fullt, fullt af plássi fyrir ný föt. Svo er bara að fara að kaupa sér ný föt - ég græja það fyrir jólin :)
---
Annars er ég að fara út að borða á laugardaginn, fékk símtal áðan þar sem mér var boðið með. Ég er "pínu" montin þar sem ég er eini nemandinn sem fer í þessum hópi - þetta verður bara gaman. Maja ætlar að passa snúlluna mína en ég efast nú um að ég fari á eitthvað skrall eftir matinn. Ég gæti gert margt annað viturlegra :)
---
Annars var formaður Fab4 að lofa mér sumarbústaðaferð á næstunni, jæja stelpur hvenær á svo að fara? Mig þyrstir í stelpuferð í bústað!
fimmtudagur, september 27, 2007
Helgihald í Háskóla Íslands
As we speak sit ég í "skólastofu" í kjallara Neskirkju. beint fyrir ofan mig eru bekkirnir fyrir kirkjugesti og ef ég myndi sitja aðeins lengra til vinstri þá væri altarið beint fyrir ofan mig. Mér fannst þetta pínu fyndið þegar organistinn fór að æfa slögin fyrir næsta spil. Róandi kikjutónlist studdi fyrirlesturinn hjá Andreu Dofra um aðferðafræði. Aldrei þessu vant fer húsnæðisvandi HÍ ekki í taugarnar á mér. Einu tímarnir sem ég sit eru hér í Neskirkju, utan við einn sem ég hleyp í úr vinnunni en hann er í Odda. Neskirkja er að mínu mati besti kennslustaðurinn hjá Háskólanum. Það er alltaf nóg af bílastæðum hérna fyrir utan. Neskirkja rekur kaffihús með dýrindis kaffi og smákökum (og hollustu fyrir þá sem vilja). Inni í kennslustofunum eru stólarnir breiðir og þægjó. Brilliant staður!
---
Hópurinn minn í tölfræðinni hittist yfirleitt hérna til að funda um verkefnið og um daginn gekk annar prestanna hér í Neskikju fram hjá okkur og sagði:" Blessi ykkur". Það eru sko ekki allir sem fá kristna blessun í verkefnavinnu :) Þrátt fyrir að ég hafi alveg þverfótað fyrir trúnni í gegnum tíðina þá finnst mér þetta ótrúlega kósý. Mér finnst þetta líka sniðugt af kirkjunni að opna hana svona fyrir hverfinu.
---
Annars er ég voðalega soft eitthvað núna, María er að fara til pabba síns eftir skóla í dag og kemur ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Mér finnst það pínu erfitt, fyrst fannst mér þetta voða þægjó að vera barnlaus heila helgi en núna finnst mér þetta bara erfitt eiginlega. Ég sakna hennar svo mikið, hún er svo yndisleg þessi elska. Það er svo kósí að sofna aðeins með henni eftir kvöldmat þegar ég svæfi hana (jamms hún er ennþá svæfð) og svo er hún svo mikil dúlla. Til dæmis var gærdagurinn alveg snilld, hún fékk sér smá brauð eftir skóla og ég sagði henni að hún yrði að bíða meðan ég gengi frá dótinu því ég gæti ekki gert brauðið fyrir hana fyrr en þá. Lítið mál, hún klifraði upp á eldhúsbekkinn og náði sér í disk - svo remú úr ísskápnum og svo brauð. Brauðið var fagmannlega skorið og skorpan tekin af, remúlaðinu var svo smurt á brauðið í allt of miklu magni að mínu mati - en ég var nú ekki að fara að borða þetta. Hún var svo agalega ánægð með þetta, þá sérstaklega hvað hún skar skorpuna alveg 100% rétt af. Yfir kvöldmatnum vorum við svo að ræða um Danmerkuferð sem snúllan er að fara í fljótlega. Hún sagði mér það að ég yrði að láta hana hafa einhvern pening því hún ætlaði að kaupa sér föt! Einmitt, barnið er rétt orðið sex ára og strax farið að plana verslunarferðir til útlanda. Eftir matinn skellti hún sér í bað - ég mátti ekki aðstoða hana við neitt frekar en venjulega. Baðherbergið var allt út í vatni því hún notaði sturtuhausinn til að bleyta hárið og skola það, en skvísan réði bara ekki alveg við sturtuhausinn. Svo læsti hún að sér inni á baði, þurrkaði sér og klæddi í nærföt. Svo leið tíminn heil ósköp og ég var farin að hafa áhyggjur af barninu - ímyndunarveiki mæðra fór á fullt- en svo kom hún fram, þá var hún búin að greiða sér svona rosalega "fínt". Hún var með tvö tögl, skipt í miðju og tvær spennur sitt hvorum megin við skiptinguna. Ég tók mynd af þessari fínu greiðslu. Hún endurtók greiðsluna í morgun - svo Heba ef þú hefur eitthvað við hárið á barninu mínu að athuga, þá gerði hún þetta sjálf :)
---
Jæja, tíminn er að byrja aftur. Spurning um að fylgjast með??
föstudagur, september 14, 2007
Litla barnið mitt
Mér finnst eins og það hafði verið í gær að ég lá heima í íbúðinni upp í Gullengi með einhverjar skrítnar pílur í maganum. Ég lagðist á gólfið, ég bretti mig og fetti en allt kom fyrir ekki - þetta hætti ekki. Um nóttina var mér svo ljóst að þetta voru hríðar, ég var sjálf lítið lamb. Rétt skriðin í tvítugt. Föstudaginn 14.september 2001 kl. 12.20 fæddist litla prinsessan mín, mamma og Nonni voru með mér í fæðingunni. Ég man hvað hún var blá þegar hún fæddist en það var víst alveg eðlilegt. Prinsessan var vigtuð 4110 gr og 53 cm. Nýja famelían fór svo á Hreiðrið og reyndi að lúra smá áður en hún fór heim daginn eftir.
Þessi mynd var einmitt tekin stuttu eftir fæðinguna. Heima fengum við þjónustu frá ljósu sem heitir Ragnheiður, svo skemmtilega vildi til að hún var með mömmu á Skógum í den. Hún var yndisleg þessi ljósa og gerði þessa fyrstu daga örlítið auðveldari. Það var rosalega skrítið að vera allt í einu orðin mamma. Ég var mjög óörugg en sem betur fer hafði ég gott fólk í kringum mig.
Sem betur fer erfði María Rún svefnvenjur mínar og strax frá upphafi kom í ljós að henni þótt mjög gott að sofa. Þessi mynd er tekin af henni nokkra daga gamalli þá steinsofandi. Hún fékk sjaldan í magann, ég man eftir einu erfiðu tímabili en það stóð stutt - einhverjar vikur. En svo þroskaðist prinsessan mín og ég með :) Því miður eru ekki til digital myndir af henni í rúmt ár hérna hjá mér - mín framkallaði filmur þá.
En við höfum haft það að sið að vera alltaf hjá mömmu og Sigga á jólunum með einni undantekningu. Þessi mynd er tekin af "fyrstu" alvöru jólunum hennar Maríu. Hún var tiltölulega nýfarin að labba og borðaði eins hestur.
En það hefur alltaf verið vandamál með hana hvað hún borar í nefið - henni finnst það svo gott :)
Sumarið 2003 byrjaði María Rún í leikskóla. Hún fór á Mánagarð og svo þaðan á Leikgarð 2 árum seinna. Hún tók mikið þroskastökk þegar hún byrjaði í leikskólanum og fór að reyna að gera allt sjálf. Þessi mynd er tekin nálægt Blöndudal sumarið 2003.
Jólin 2003 gaf Eiríkur afi hennar Maríu henni þessi stígvél í jólagjöf. Spariskórnir voru lítið notaðir þessi jól því stígvélin þóttu mun betri mér til mikillar gleði. Annars er þetta nú ágætis samsetning hjá henni.
Merkilegt nokk en María og Anna María hafa alltaf verið sólgnar í Trúðaís þrátt fyrir að þeim finnist ísinn ekkert sérstaklega góður - tyggjókúlan í botninum er aðalmálið. Þessi mynd er tekin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sumarið 2004. Pæjan var að byrja að koma hjá henni en Spiderman bakpokinn er á bakinu á henni - hún dýrkaði Spiderman og var meðal annars Spiderman á öskudaginn árið 2004.
Sumarið 2005 fór María Rún í fyrsta skipti til útlanda. Við fórum til Færeyja með Norrænu og stoppuðum m.a. við Jökulsárlón á leiðinni austur. Þrátt fyrir að ferðalagið austur hafi tekið einhverja 12 klukkutíma þá sat hún aftur í bílnum og hafði það notalegt. Ég minnist þess ekki að nokkur pirringur hafi komist í kroppinn, við stoppuðum nokkrum sinnum til að hlaupa um og skoða en þess á milli sat hún og hlustaði á tónlist og sögur.
Þessi mynd er tekin kvöldið eftir 4 ára afmælið hennar Maríu, Barbie afmælið mikla. Stofan var undirlögð af Barbie dóti. En finnst ykkur hún ekki sæt með svona topp? Mig langar svo að hún láti klippa hann stuttan en það er ekki að ræða það....
Jólin 2005 fórum við til Tenerife með Maju og Begga. Ferðin var rosalega fín, við lentum í fellibyl án þess þó að vita af því. Rafmagnið fór af hótelinu og við náðum að skoða talsvert mikið af eyjunni. María naut þess í botn að vera í hitanum, auk þess fékk hún líka að fara nokkrum sinnum með pabba sínum á golfvöllinn á Playa de Americas.
En svo leið tíminn og fyrr en varði var gelgjan mætt á heimilið. Þessi mynd er tekin um páskana 2007. 6 ára gelgjan hefur vonandi náð hámarki :)





Ég varð bara að skella þessari mynd með - ég er svo barnaleg þarna! Þetta er tekið í Leirubakkanum á aðfangadag 2002.


Hún var oft dauðuppgefin eftir leikskólann eins og á þessari mynd. Við komum heim einn daginn þar sem við bjuggum á Hjónagörðum, hún fór og fann sér þessar fínu stuttbuxur og glæsilega úrið sem ég átti þegar ég var lítil. Svo lagðist hún í sófann og steinsofnaði.




Í Færeyjum keyptum við fyrsta samstæðuspilið hennar Maríu - hún var búin að læra það utan að þegar við komum til Íslands og enn þann dag í dag tekur hún fram þetta spil og rústar manni gjörsamlega.



En þegar við komum heim frá Tenerife þá fór hún að safna toppi, reyndar ýtti ég því að henni fyrst en nú fer toppurinn afskaplega í taugarnar á mér.

Sumarið 2006 fórum við mæðgur með stórfjölskyldunni til Hesteyrar um verslunarmannahelgina. Það var mjög sérstakt að koma þangað og upplifa alla söguna bak við byggðina þar. Bátsferðin þótti líka mikið ævintýri. Við vorum á Ísafirði alla helgina en fórum líka inn í Vigur með Sigrúnu og Agli Bjarna.

.jpg)
Þessi prinsessa sem er búin að missa fjórar tennur, fá tvær fullorðins og með fimm lausar er 6 ára í dag. Í dag er skvísan komin í Melaskóla, hún er í 1.-D og unir sér vel. Hún er orðin fluglæs og leggur saman og margfaldar ef þannig liggur á henni. Hún er yndisleg þessi elska, afskaplega þver, fyndin, hlédræg, frek og skemmtileg. Til hamingju með daginn mömmusnúsa :)
föstudagur, september 07, 2007
Dingalingaling
Hvurslags kvart er þetta? Ofurbloggarinn tók sér bara gott sumarfrí :)
---
Skólinn er byrjaður, vinnan á fullu, LÍN með stæla og bloggarinn á bleiku skýi. Ég get ekki beðið eftir því að þessi vetur klárist - hann er samt varla byrjaður. Ég er í 6 einingum og ritgerðaskrifum þessa önn og vinn talsvert með því. Ég veit að þetta verður allt of mikið en ég get ekki minnkað við mig neins staðar. Ég bið ykkur bara öll að leggjast á bæn og vona með mér að ég nái að klára í júní. Mig langar svo að útskrifast frá félagsvísindadeild og taka á móti skírteininu frá Óla Harðar. Mig langar ekkert að útskrifast frá "félagsvísindaskóla" eða hvað það mun heita.
---
Svo hitti bloggarinn svo sætan strák í sumar að hún hefur ekki haft tíma til að pósta hér inn - það er svo tímafrekt að eiga kærasta :) En ofurbloggarinn þarf að halda áfram að vinna svo hún -komist í smalamennskuna um helgina.
---
Ofurbloggarinn kveður að sinni
fimmtudagur, júlí 05, 2007
Ofurbloggarinn!
Það er naumast hvað ég er aktívur bloggari! Við mæðgur skelltum okkur í vikufrí í sumarbústað með Maju, Önnu Maríu og Ottó Má í lok júní. Við nutum þess í botn að hafa það kósý og að lifa letilífi. Mamma var hjá okkur tvær nætur og Valla og Rannveig komu þrjár nætur. Takk fyrir komuna :)
---
María fór í útilegu með pabba sínum svo ég var barnlaus alla helgina og að sjálfsögðu nýtti ég mér það í botn. Ég var á hinu heimilinu mínu í Hafnarfirði fram á kvöld á föstudeginum, skellti mér svo til Guðrúnar enn seinna um kvöldið og var frameftir. Við Guðrún rifum okkur svo á bæjarrölt og kíktum á útsölurnar á laugardeginum. Um kvöldið skelltum við okkur í afmæli hjá vinum Guðrúnar á Dillon. Kvöldið er eitt stórt "blast from the past", ótrúlega skemmtilegt kvöld.
---
Sunnudeginum eyddum við Guðrún í garðinum á Hressó með sólina, teppi og gashitara til að hafa það kósý. Svo á mánudaginn byrjaði vinnuvikan aftur eftir fríið, sólin hefur soðið mig nokkuð vel í gegnum gluggann- kaffið helst meira að segja heitt lengi! Ég var ekkert smá ánægð þegar ég sá að sólin skein ennþá í dag þegar ég fór af skrifstofunni um eittleytið í dag. Ég elska sólina!
---
Ein vika eftir í vinnu og svo aftur frí í tvær vikur! Later
miðvikudagur, maí 30, 2007
Summer, work and etc..
Sumarið var næstum því komið í morgun, ég fór illa klædd í vinnuna og taldi mér trú um að ég yrði að vinna í sól og hita í allan dag en... sólin er farin og var farin þegar ég var búin á skrifstofunni, svo núna er ég bara að vinna heima og engin sól úti. Mér finnst það bara nokkuð notalegt.
---
Ég hlakka pínu til sumarsins, það verður öðrvísi en öll önnur sumur undanfarið. Reyndar verður engin utanlandsferð :( en samt frí, sumarbústaður, útilegur, Þjóðhátið og ný vinna! Mér var boðin vinna áðan sem ég held að gæti verið mjög spennandi, hún er öðruvísi en allt sem ég hef nokkurn tímann gert en tengir mig samt vel við fötlunarfræðin og háskólaumhverfið sem mér finnst mjög svo spennandi. Þannig að í sumar verð ég á skrifstofunni, í þessu djobbi og svo í ritgerðinni on the side.
Best að halda áfram að vinna....
þriðjudagur, maí 29, 2007
miðvikudagur, maí 23, 2007
Heit kókómjólk með rjóma
Done! ég er búin að skila önninni af mér sem nemendi og bara "smotterí" eftir til að skila af mér sem kennari. Vorönn 2007 sem sagt að verða búin, fimmta háskólaárið mitt að verða búið og bara eitt eftir. Ég verð að útskrifast í júní 2008 til að eiga möguleika á því að vera í síðasta hópnum sem útskrifast úr félagsvísindadeild áður en hinn nýji félagsvísindaskóli tekur við, eða hvað hann á að heita á íslensku - á enskunni School of social science. Þegar ég útskrifaðist með BA prófið var ég í fyrsta hópnum sem Kristín Ingólfs útskrifaði sem rektor, ég hefði samt frekar viljað vera í síðasta hópnum hans Páls Skúla eða fyrsta hópnum hans Jóns Torfa en það önnur ella. Mitt markmið hefur semsagt verið að útskrifast á tímamótum hvers konar :)
----
En ég á besta barnið í bransanum, ég hef sofið lítið undanfarið sökum anna og í dag var þreytan orðin heldur of mikil. Ég fór að sofa um þrjúleytið í nótt og vaknaði um sjö... ég var eins og zombie í vinnunni. Þegar við mæðgur komum heim í dag ætlaði hún að fara að lesa og ég geispaði, þá bauð hún mér að leggjast í rúmið sitt og hún ætlaði að lesa fyrir mig. Hún las fyrir mig Prinsessusögur, Helenu ballerínu og nokkrar blaðsíður af Fíusól á meðan ég dormaði í rúminu hennar í tæpa 2 klukkutíma - algjör lúxus. Í staðinn ætla ég að leggjast inn hjá henni á eftir og klóra henni á bakinu á meðan hún sofnar. Nokkuð góður díll finnst mér.
----
En allt annað Leiðin að titlinum ... talandi um kjánahroll. Í það minnsta lélegt uppfyllingarefni og allra síst keppninni til framdráttar.
sunnudagur, maí 20, 2007
Háskólinn Keilir
Iss piss, ég opnaði tölvupóstinn minn áðan og varð bara pirruð. Ég vildi óska að ég myndi nenna að búa á þessu svæði því og ætti meira eftir af skólanum en raunin er. Þarna uppfrá eru 100 íbúðir fyrir nemendur í HÍ, verðið á þeim er fáránlegt í það minnsta - eða bara ótrúlega hagstætt. Dýrasta íbúðin er á rúmlega 79 þús á mánuði en hún er með 4 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum, eldhúsi, borðstofu og stofu. 3ja herbergja íbúð sem er 94 fm er á tæpan 50 þús kall. Ég er að borga talsvert meira fyrir 3ja herbergja 63 fm íbúð... reyndar á betri stað en I don´t care! Snilld að búa þarna uppfrá fyrir þá sem vilja :) Mæli með því að fólk skoði þetta www.keilir.net
föstudagur, maí 18, 2007
Helgarfrí!!
Það er alltaf svo næs tilfinning þegar það er föstudagur, þó svo að mín bíði verkefni um helgina þá er það samt næs.. bara næs að þurfa ekki að vakna í stressi á morgun til að gera og græja okkur mæðgur fyrir komandi dag.
---
Við skelltum okkur í ísbúðina og fórum svo á róló eftir skóla í dag, þegar ég var búin með ísinn áttaði ég mig á því afhverju ég er ekki brún mjóna. Á rólóvellinum sat ein mamma á hlýrabol og í kvartbuxum, sötrandi vatn og með sólarolíuna í töskunni sem hún tók upp annað slagið og skvetti hressilega á andlitið. Ég hef bara aldrei komist upp á lagið með það að þamba vatn í tíma og ótíma og hvað þá að vera á hlýrabol með sólarolíuna í annarri loksins þegar smá sólarglæta lætur sjá sig.
---
En mig langar samt alveg hriklega á þennan LR- Henning kúr sem tröllríður Barnalandi, mig langar miklu frekar í hann heldur en að borða hollt og hreyfa mig. En ég enda sennilega bara á því sama og venjulega, borða óhollt, hreyfi mig lítið og kaupi mér föt sem passa. Ég er bara alltof "góð" við sjálfa mig til að nenna að tuða í sjálfri mér yfir aukakílóum. Eins hallærislegt og það er þá hafði ég nú mikið fleiri komlpexa yfir aukakílóum þegar ég var 55 kg heldur en ég hef í dag... "nokkrum" kílóum þyngri.
---
Þrátt fyrir hvíta húð og aukakíló þá stefni ég á að vera pæja í vinnunni á mánudaginn, Guðrún gaf mér nefnilega hárblásara í afmælisgjöf í dag! Hárblásarinn minn dó fyrir alllöngu síðan og ég hef bara ekki leyft mér að splæsa í annann, einhvern veginn hef ég alltaf komist af án þess að blása hárið mitt, ég lifi bara í afneitun og skelli hárinu í teygju- þá þarf engan blástur. En nú verður bót í máli - ég verð blown away! Svo er bara að fjárfesta í sléttujárni, ég er sennilega ein á jarðríki sem á ekki sléttujárn - eins og með blásarann þá hef ég bara fundið mér leiðir til að sleppa því að nota það :)
---
Tilgangslaust blogg með dash af skemmtileg heitum eða hvað....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)