fimmtudagur, desember 25, 2008

Árið gert upp

Hvað annað er við hæfi á síðustu dögum ársins en að íhuga það og gera það upp, svona rétt áður en það verður kvatt. Árið sem er að líða hefur að mörgu leyti verið mjög sérstakt, ég hef upplifað marga sigra og of oft látið í minni pokann. Samt finnst mér ég koma út sem sigurvegari. Stormasama árið 2008 verður kvatt með stæl á gamlárskvöld í góðum hópi.
---
Í upphafi árs fór ég í frábæra ferð til Tenerife - þá allra bestu frá upphafi. Ég, Maja, Beggi og börnin nutum þess að vera í afslöppun og leti í tæpar þrjár vikur. Aldrei áður hefur mig ekkert langað heim. Í febrúar og mars var ég á kafi í vinnu og fór í stórskemmtilega vinnuferð út á land. Við förum til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Ég flaug á alla staðina, Akureyrarflugið var bara venjuleg - upp og svo niður. Egilsstaðaflugið var geðveikt - heiðskírt alla leið. Ísafjarðarflugið var viðbjóður - vélin hentist til og frá og við vorum grænar þegar við loksins lentum. Á Ísafirði afrekaði ég það að detta tvisvar á hausinn, einu sinni á rassgatið og í hitt skiptið fram fyrir mig. Mjög elegant. Ég þurfti bólgueyðandi í nokkrar vikur á eftir. Þessar ferðir áttu eftir að hafa jákvæðar afleiðingar á líf mitt og starf :)
---
Svo fór að vora og elsku Akureyrarfólkið mitt gifti sig, án þess að segja frá. Boðskortið kom í pósti og ég las það nokkrum sinnum til að fatta að þau hefðu raunverulega gift sig og komið í mat án þess að segja nokkuð. Ég átti afmæli eins og flest önnur vor, afmælið var táknrænt - ég þroskaðist talsvert við að verða 27 ára og fattaði á sama tíma að ákveðnir hlutir voru bara ekki að virka.. þó það hafi tekið aðeins lengri tíma að ná því í gegn.
---
Sumarið var gott og skemmtileg, endalaust sól í minningunni. Ég fékk launalaust leyfi til að vinna í ritgerðinni minni og þótti mér ganga nokkuð vel. Það var þrælskemmtilegt að geta setið yfir skólabókum eftir svona langa fjarveru. Ég ferðaðist smotterí innanlands, auðvitað til Akureyrar og í Brekkuskóg. Við Guðrún skipulögðum svo leyniferð til Krítar með Sunnefu og Viktoríu - sem þær fréttu af upp á flugvelli :) Á Krít var afslappelsi og lífsháski. Flugferðin heim var skondin og vandræðaleg. Þegar ég kom heim uppgötvaði ég nýjar lendur Facebook og er ennþá fárveik af þeim fræðum.
---
Haustið var skemmtilegt, flókið, auðvelt og erfitt allt í senn. Ég mætti til vinnu í september í nýja stöðu og fékk að blómstra í vinnunni. Mér tókst að flækja lífið allverulega eftir því sem leið á haustið. Ég vissi ekkert hvað ég vildi en hélt það samt, en veit núna að ég hafði rangt fyrir mér. Ég kynntist fullt af nýju fólki og fékk enn aðra stöðu í vinnunni sem ég er enn að læra á - mjög spennandi staða. Kreppan skall á af fullum þunga og ég ákvað að brjóta odd af oflæti mínu og flytja til mömmu um áramótin. Það er blendnar tilfinningar sem fylgja því að flytja en ég veit að þetta er tækifæri sem ég verð að nýta.
---
Nýja árið mun marka tímamót, ég ætla að snúa aftur til þess lífs sem ég vil hafa og ráða för. Ég ætla að búa í Ólafsgeislanum fram á vor og flytja svo aftur í vesturbæinn áður en næsti vetur skellur á. Ég ætla að klára ritgerðina mína áður en árið verður úti og mæta með date á árshátíðina.
---
Næsta ár verður það besta í sögunni!

sunnudagur, desember 21, 2008

SMS..

Stundum tek ég mig til og hreinsa til í símanum mínum og hendi út sms skilaboðum - sá sem kæmist í símann minn í dag kæmist í feitt. Ég hef ekki tekið til í inboxinu síðan fyrir ári síðan. Elstu smsin er frá 22.desember í fyrra. Sms skilaboð eru ótrúleg heimild um líf einstaklinga, sá sem myndi skoða minn síma myndi komast að öllu um mig - allt frá peningamálum til ástarmála.
---
Sumir senda alltaf bara sms, aðrir senda aldrei sms. Samt sem áður fær yfirleitt meira að flakka í smsnum hjá fólki heldur en í venjulegu samtali. Það er svo gaman að lesa í gegnum þetta og sjá heildarmyndina úr allri súpunni. Sumt vekur furðu, stundum er heildarmyndin svo flókin að maður skilur hana ekki og stundum hlær maður bara.
---
Spurning um að fara að henda út?

þriðjudagur, desember 16, 2008

Stjarnan mín..

Prinsessan mín keppti í fótbolta á laugardaginn, það var gaman að fylgjast með henni þjóta upp völlinn og tækla stelpurnar í hinu liðinu. Það skemmdi ekki fyrir að stjarnan mín skoraði þrusumark og fékk mynd af sér í Mogganum. Stolta mamman sýndi öllum í vinnunni litlu stjörnuna sína :)
---
En hún er að þroskast svo mikið. Í gærkvöldi var hún á msn hjá mér, ég dormaði í sófanum og japlaði á nammi á meðan. Þegar svefntími var kominn á þá stuttu kíkti ég í tölvuna og sá að hún hafði sagt viðmælandanum sínum á msn að ég væri að borða nammi og spurði viðkomandi hvort hann ætlaði ekki að fara að kíkja í heimsókn ;) Spurning um að fara að búa til hennar eigin msn...
---
Svo kom háttatími fyrr í kvöld, við lágum saman upp í rúmi og hún las fyrir mig. Ég var svo þreytt að ég ákvað að dorma aðeins með henni í smá stund. Í miðju dormi spyr hún mig hvað hún fái í skóinn í nótt! Ég sagði að ég vissi það ekkert, hún benti mér réttilega á að ég vissi það bara víst og ég sagði að ég væri ekki jólasveinn og vissi þar af leiðandi ekkert um það. Umræðan dó og María sofnaði.
---
Hvað gefur maður svo svona stjörnum í jólagjöf? Hún vill ekki fósturpabba nema hann sé dökkhærður og eigi ekki lítinn strák (fyrirvarinn líka frekar stuttur - rétt vika til jóla), hún vill skíði en ég kann ekki á skíði, hún vill ekki föt en hana vantar föt, hún vill BabyBorn bíl...

sunnudagur, desember 14, 2008

10 dagar til jóla..

.. og hér er allt eftir. Ein jólasería komin inn á elskulega barninu mínu. Geymslan svo gott sem komin inn í stofu og allt út um allt. Í dag ætlaði ég að vera búin að fylla leigugeymsluna og gera allt voðalega jóló hjá mér hérna heima. Ætlaði er lykilorðið.
---
Ég veit ekkert hvað ég á að kaupa í jólagjafir, ég veit ekkert hvað fólki vill fá í kringum mig. Ég hef aldrei verið svona lost í þessum efnum. Vinkonurnar eru margar meira lost en ég hvað á að gefa karlinum í jólagjöf.. ég veit alveg hvað ég ætla að kaupa fyrir minn - þegar ég eignast hann :) Ég verð búin að hafa mörg jól til að íhuga þessa klassísku "gjöf handa karlinum". Þegar ég fer að sofa í kvöld skal ég vera búin að gera eitthvað meira jóló og notó hérna heima á Eggertsgötunni.
---
Litli snillingurinn minn var að keppa í fótbolta í gær. Hún er helvíti góð þessi elska, hún þrumaði einum bolta í markið og sýndi hörkuleik. Stúfur var svo ánægður með hana að hún fékk úr í skóinn, hana er búið að dreyma um úr lengi.
--
Aníveis, tilgangslaust blogg sem minnir á að lítill tími er til jóla. Sálin er á Players næstu helgi????

fimmtudagur, desember 11, 2008

Heimatilbúið..

Á morgun er glöggið mikla.. fyrir ári fór ég heim eftir 2 tíma - ekki drukkin heldur dauðþreytt. Ég hafði vakað í rúman sólarhring við verkefnaskil og lagði mig yfir daginn. Meikaði ekki glöggið og fór heim. Fyrir tveimur árum var ég í prófum og varð fyrir aðkasti með kaffið mitt. Núna er verð ég hvorki of þreytt né að læra heldur @the glögg
---
DoubleChicks.. Frú Stella and me erum planleggjarar kvöldins. Í einhverju annarlegu ástandi ákváðum við að það væri sennilega best að sjá um þetta frá A-Ö. Verkefnið virist óyfirstíganlegt í gær sökum anna en þetta er allt að smella. Húsmóðurgenin fóru á overdrive og hér bullar í pottum, vel sneiddur lax (reyktur og grafinn) liggur pent á fati í ískápnum og tvær tegundir af köldum sósum þekja hillur ísskápins. Kjötið verður skorið á morgun, þegar það hefur fengið að kólna vel.
---
Fáránlegast af öllu er að mér finnst þetta bara nokk skemmtilegt, í miðjum laxaskurði velti ég því fyrir mér af hverju ég væri bara ekki heimavinnandi? Augljósasta svarið er náttúrulega að ég hef enga fyrirvinnu .. og sjálfsagt myndi geðheilsan fara fyrir lítið ef ég færi að vinna heima við eitthvað annað en "skrifstofudjobb". Félagi minn, unglingur í götunni, sagði reyndar við mig um daginn að hann sæi mig ekki fyrir sér heimavinnandi... og við tóku miklar útskýringar á því að ég væri sennilega ekki léleg húsmóðir og jari jari jari heldur sæi hann ekki mig una mér í því starfi. Sannast sagna þá verð ég seint talin góð á því sviði.

þriðjudagur, desember 09, 2008

Tótallí pointless

Helgin var frábær.. ég get ekki sofnað og hangi á netinu eins og maður á ekki að gera... en stal þessu af öðru bloggi:
---
Á fæðingarvottorðinu mínu stendur Ásdís Ýr Arnardóttir, ég er kölluð Ásdís eða Ásdís Ýr. Ég fæddist 27.apríl 1981 á stofu 6 á þriðju hæð Hérðashælis Austur Húnvetninga á Blönduósi. Ljósmóðirnir sem tók á móti mér hét Agatha og var nágranni minn, vinkona mömmu og mamma vinkvenna minna. Ég bý í Reykjavík í dag en hef búið á Blönduósi, í Mosfellsbæ og Keflavík. Ég með dökkt hár eins og Anna Sigga gerir það hverju sinni, alltaf mjög fínt þegar hún er nýbúin að sansa það. Ég er ekki með nein asnaleg göt á líkamanum fyrir utan hálfgróið tungugat sem ég fékk mér þegar ég var 16 ára, stuttu áður en ég lét flúra á mér mjóbakið. Engar freknur hafa látið sjá sig en fæðingarblettir eru of margir. Ég er rétthent og nota skó númer 40 á góðum degi.
---
Ég er matargat og elska að borða, upphaldið mitt er reykt svínakjöt, sveitamatur og nautasteik. Ef ég sukka þá fæ ég mér yfirleitt KFC eða Makka. Ég get drukkið óeðlilega mikið magn af kóki og kaffi en samt alltaf súper róleg :) Vatn og ávaxtasafi kemst sjaldan inn fyrir mínar varir.
---
Ég hef aldrei komið til Afríku en laug því samt í grunnskóla. Ég hef einu sinni lent í bílsslysi og fékk far í diskóbíl. Samt féll ég aldrei á ökurprófinu. Mér finnst föstudagar bestu dagar vikunnar og verð eirðarlaus á sunnudagskvöldum. Ég horfði mjög sjaldan á íþróttir í sjónvarpi nema landsleiki í handbolta.
---
Pæjan í mér vill demanta en íhaldasama stelpan vill perlur. Mér finnst unaðslegt að fara í bað en sturtan þarf yfirleitt að nægja þar sem ég á ekki baðkar. Ég syng í sturtunni ef enginn er heima og ég er að fara út á lífið. Ég hef sungið í ljósabekk fyrir aðra gesti sólbaðstofunnar. Ég er rammfölsk. Tannburstinn minn er appelsínugulur og hvítur, suma daga æli ég ef ég nota annað tannkrem en Sensodyne.
---
Ég er næturhrafn en þoli ekki að sofa frá mér daginn. Ég elska sumarið og hávetur ef það er allt á kafi í snjó. Ég vil hafa öll ljós kveikt, ef ég á ljósaperur í það. Sólarlagið er mitt.

fimmtudagur, desember 04, 2008

.. næstu skref!

Lífið undanfarna mánuði hefur verið sannkölluð rússíbanareið, suma daga hef ég verið með fiðrildi í maganum og aðra þungan stein. Stundum veit ég ekki í hvorn fótinn ég á að stíga, einhvern veginn er það alltaf þannig hjá mér að ef mér gengur vel á einu sviði gengur mér illa á öðru. Spurning um að finna jafnvægi? Stundum þrífst ég best undir álagi, áður fyrr gerði hver meistaraverkin á eftir öðru á no-time en núna verð ég bara þreytt, er ég að verða svona gömul? Nóbbb ung sem lamb alla tíð..
---
Rússabanareiðin er erfið og leiðinleg, ég er komin með nóg af henni. Helgin verður því nýtt til hins ítrasta að vinna upp tapaðan tíma með góðri vinkonu og yndislegum börnum. Helgarplanið mitt er einfalt, fara í bústað með Völlu og plana næstu mánuði og íhuga þessa liðnu.
---
.. tölvan verður heima svo ég skoða ekki facebook, msn eða mailið mitt heila helgi - ég fæ ábyggilega taugaáfall :)

sunnudagur, nóvember 30, 2008

Að láta sig dreyma

Það er aldeilis farið að styttast í flutninga hér á bænum. Eftir nákvæmlega mánuð verðum við að undirbúa síðustu metrana í flutningum. Flutningar hafa lengi verið í hausnum á mér, stundum hefur mig virkilega langað til að flytja.. flytja eitthvað langt eins og til Akureyrar og hafa Völluna mína alltaf nálægt eða flytja í litla íbúð þar sem það verður bara pláss fyrir okkur Maríu og kannski einn kött.. engan annan eða bara eitthvað.. og bara allt þar á milli.
--
Stundum hefur mig líka bara langað til að flytja til að geta loksins eftir margra ára bið búið til mitt heimili, málað veggina og skipt um gólfefni eða bara dúllast eitthvað til að gera íbúðina að "minni". Ég er margoft búin að innrétta draumaíbúðina mína í huganum. Hún verður hlaðin af listmunum, með ljósum húsgögnum og hvítum veggjum.. og kannski einhverju veggfóðri.
---
Draumarnir breytast eftir stund og stað. Stundum dreymir mig spinster líf með Maríu, í þykkri peysu að vinna hjá stjórnsýslunni í Háskólanum og grufla í bókum á kvöldin í lítilli og þröngri íbúð í vesturbænum. Hina dagana dreymir mig um að eiga fullt hús af börnum, flottan kall, vinna stuttan vinnudag og kúra yfir imbanum á kvöldin í rúmgóðri íbúð í vesturbænum.
---
Draumarnir fara núna á hold í smá tíma á meðan við mæðgur komum okkur fyrir í nokkra mánuði í Grafarholtinu. Búslóðin verður þó í vesturbænum í geymslu - borgar sig ekki að fara með hana of langt :)

föstudagur, nóvember 28, 2008

Sjóleiðis

Hvað er að verða um heiminn okkar? Litla sæta krúttlega heiminn okkar? Hryðjuverk á Indlandi og rómantísku hulunni af Taj Mahal ýtt út af borðinu... Airbus hrapar í Miðjarðarhafið og öll áhöfnin ferst, sem betur fer var hún án farþega... Stríðsástand í Bangkok.. og endalaust svartnætti í peningamálum á Íslandi. --- Kannski maður ætti bara að sækja um ríkisborgararétt í USA, Obama lofar nýjum og betri heimi og ætlar ærlega að hreinsa til og svo eru þeir oft svo narrow-minded að þeir vita sjálfsagt ekki að það hafa verið framin hryðjuverk á Taj Mahal, Airbusinn hafi hrapað eða að flugvöllum í Taí sé lokað. Ég held að það sé ákveðinn lúxus að vera Bandaríkjamaður í dag.. ef við gefum okkur það að þeir séu allir eins og fólkið í Leno (sem við ætlum að gera). --- Samt er bara gaman að vera jéggg... ég hef vinnu og meira að segja nýja vinnu og mun hafa vinnu. Ég á frábæran vinnuveitanda sem líkast til fer seint eða aldrei á hausinn - tæknilega séð er það víst ekki hægt. Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki þessa dagana, fullt skemmtó á plönunum.. jólahlaðborð í kvöld, bústaður eftir viku, jólaglögg vikuna þar á eftir... fríhelgi og svo jólajólajóla! Einhvers staðar á þessu tímabili ætlar hún Elín mín svo að eignast litlu knúsuna mína. --- Nóvember er að verða búin með öllum sínum afmælum. Þið öll, til hamingju með daginn og börnin ykkar. Amma fær þó stærstu kveðjuna en hún hefði orðið 77 í gær :* --- Enveís.. ég er komin í glöggstuð?

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Leitin að bílnum

Ég þykist nokkuð viss um það að allir hafa einhvern tímann lent í því að týna bílnum. Mér hefur tekist það nokkrum sinnum, sem betur fer hafa afleiðingarnar sjaldanst verið alvarlegri en rauðar kinnar og sært egó. Mér finnst frekar fyndið að hugsa til þess að flest "leitin að bílnum" atvikin hafa átt sér stað á Háskólasvæðinu.
---
Elsta tilvikið sem ég man eftir var þegar ég mætti í Odda á gamla góða Passatinum og skellti honum í stæði, hljóp inn í Odda og sat þar allan daginn. Rétt fyrir fimm ákveð ég að fara af stað og vitið menn, bílinn er ekki þar sem ég taldi mig hafa lagt honum. Var honum stolið? var það fyrsta sem flaug í gegnum hugann. Ég skimaði í kringum mig og efaðistu um eigið minni.. þar til ég sá bílinn. Hann stóð hálfur upp á gangstétt, á milli umferðaskiltis og annarar bifreiðar. Einhver glöggur háskólamaður hafði sett steypuklumb við annað afturdekkið. Ég hafði þá lagt bílnum í stæði, skellt hurðinni og læst bílnum samviskusamlega. Ég gleymdi þó einu mikilvægu, eða tvennu, bíllinn var hvorki í gír né með handbremsuna á.
---
Svo liðu nokkuð mörg ár og undanfarið hef ég mjög oft leikið leikinn "Leitin að bílnum". Fyrir nokkru var ég að vinna frameftir. Einn Subaru Legacy ljósblár að lit var fyrir utan Gimli þegar ég gekk út úr vinnunni. Ég smellti á forláta takkann sem á að sjá um að aflæsa bílnum en allt kom fyrir ekki, engin ljós blikkuðu og lásinn sat sem fastast. Ég reyndi þá að opna með lykilinum, en það var sama sagan. Lykillinn haggaðist ekki, sama hvoru megin ég reyndi. Á meðan mér rigndi niður var mér litið inn í bílinn, að svo búnu fór ég og athugaði númerplötuna. Þetta var ekki minn bíll.
---
"Leitin að bílnum" var tekin aftur í dag. Ég hreinlega mundi ekki hvar ég lagði bílnum. Ég hafði farið út í hádeginu og algjörlega ruglað skipulaginu/óskipulaginu í höfðinu á mér og gekk fram og tilbaka á stóra malarstæðinu. Allt í einu rak ég augun í bílinn, hann var fremst á stæðinu svo ég gekk samviskusamlega framhjá honum þegar ég gekk inn á bílastæðið. Eftir langan vinnudag er eitt það síðasta sem mig langar að gera er að fara í "Leitin að bílnum".. samt gerist það alltof oft

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

í þá gömlu góður.. áður ég fæddist :)

Fyrir nokkrum árum vandi ég mig á þann ósið að lesa fyrir svefninn - þegar mikið er að gera finnst mér nauðsynlegt að lesa eitthvað algjörlega óskylt því sem ég geri á daglegum basis, bara svona rétt til að hugsa um eitthvað allt annað. Við rúmið mitt þessa dagana eru tvær bækur, önnur eftir Sigurð Líndal um lög og lögfræði og hin er Öldin okkar 1971-1975. Sú síðarnefnda hefur verið í uppáhaldi síðustu kvöld.
---
Stundum skil ég ekki af hverju ég fór ekki í sagnfræði, jú ég skil það svo sem alveg.. ég hef lítinn áhuga á því sem gerðist fyrir aldamótin 1900 :) Öldin okkar er því tilvalin leið til að dýpka sagnfræðiþekkinguna... þar er margt spennandi að finna. Til dæmis:
---
  • 24.október 1975 var í fyrsta sinn sent út sjónvarpsefni í lit, þátturinn var um ballett. Allt íslenskt efni var þó enn sent út svart-hvítt.
  • 1971 varð hugtakið grunnskóli til þegar frumvarp að lögum um grunnskóla var lagt fyrir, lögin voru svo samþykkt 1974 - mín uppáhaldslög :)
  • 18.mars 1971 voru popphljómleikamenn látnir berhátta við komuna til landsins frá Færeyjum vegna gruns um fíkniefnasmygl
  • 1. maí 1971 hentu iðnnemar líkkistu iðnfræðslukerfisins út í Tjörnina í mótmælaskyni við lág nemalaun - hefur engum dottið í hug að endurtaka leikinn?
  • 2.apríl 1971 gáfu SÍNE (Samband námsmanna erlendis) út "Lítið rautt kver fyrir skólanemendur" þar sem nemendum var kennt að standa upp í hárinu á kennurum og lögreglustjórinn í Rvk vakti athygli saksóknara á kverinu þar sem fjallað var um kynlíf á heldur opinskáan hátt. Kverið minnti á rauða kverið hans Mao formanns :)
  • 7.maí 1971 var Hemma Gunn og Þorbergi Atlasyni neitað að spila með landsliðinu í fótbolta nema þeir myndu láta klippa síða hárið
  • 2.júní 1971 var Saltvíkurhátíðin haldin. Talið var að 10.000 manns hefðu sótt hátíðina og engin alvarleg slys urðu á fólki.
  • 3.janúar 1974 hefur fræðimaður áhyggjur af málfari unga fólksins en það var farið að nota orð eins og pía, tjása, pæja, skvísa, bomba, kroppur, gaur, peyi, gaukur og töffari. Jafnframt hafði hann orð á því að unglingar fíli hitt og þetta og pæli í öðru.
  • 7.október hefur áfangakerfi framhaldsskólanna verið tekið í notkun og þá þurfti 132 einingar til að ljúka stúdentsprófi.

--- Að sjálfsögðu gerðist margt annað áhugavert, til dæmis fær Z margar síður þar sem hún virtist ætla að verða eilíft þrætuepli á Alþingi, við áttum auk þess í hatrömmu stríði við Breta um þorskveiðar, Geirfinnur hvarf og Bobby Fischer passaði fyrir Sæma.

miðvikudagur, nóvember 05, 2008

Obama Obama Obama

Ég gat ómögulega sofnað í gærkvöldi og fór því að horfa á kosningasjónvarpið.. ég var alveg viss um að Obama myndi taka þetta með annarri þangað til ég hætti að hugsa og fór að hlusta á pælingarnar í sjónvarpinu. Munurinn var stundum svo lítill og ég fékk flashback frá síðustu Alþingiskosningum, þegar ég fór að sofa þegar meirihlutinn var fallinn en vaknaði svo og bláu mennirnir voru enn sterkir...
---
Ég varð virkilega stressuð um að kannski myndi Obama ekki ná þessu, ég kom mér fyrir í sófanum með sæng og kodda og ætlaði aldeilis að fylgjst með þessu. Skottan mín var búin að vera að vakna svo ég átti alveg eins von á andvökunótt, fínt að eyða henni yfir kosningasjónvarpinu... nema hvað. Ég steinsofnaði og vaknaði þegar litla skinnið mitt skreið undir sængina hjá mér í sófanum og klukkan orðin átta að morgni.
---
Ég stökk á fætur (ekki bókstaflega) og hækkaði í fréttunum... jú jú Obama þau í þurrt og ósmurt. Ég er svo mikill sökker að mig langaði bara mest að hafa upp á kauða og óska honum til hamingju, jeminn ég var svo ánægð. En það bíða hans mörg verkefni.. hreinsa upp skítinn eftir elsku Bush.
---
En án gríns þá er þetta gríðarlega gott tækifæri fyrir BNA... hann fékk xtra prik hjá mér í ræðunni sinni þegar hann sagði disabled and non-disabled people.. þið sem pælið í því skiljið hvað ég er að fara - spurning um ofhugsun :)

mánudagur, nóvember 03, 2008

Líf mitt er verkefni..

... var mér sagt áðan :) Flest kvöld fara í það að fara yfir verkefni (með Facebook pásum), þeim fækkar ekki heldur fjölgar ef eitthvað er. Önnin er að verða búin og þá verkefnin líka.. þeas þessi eiginlegu verkefni.
---
Lífið heldur áfram, það er eilífðarverkefni - nokkuð einfalt verkefni. Ég var heima með Maríu í dag og milli þess sem ég fór yfir verkefni fór ég á fésbókina og skrifaði blogg.. ég kom mér samt aldrei í það að birta þau - sum voru bara fyrir mig.. það er svo gaman að vera ég í dag - hin voru bara leiðinleg.
---
Á milli þess sem ég fór yfir verkefni, stúterði fésbókina og skrifaði blogg las ég gömul blogg frá mér. Það er gaman að lesa þau, fyndið að sjá hvað maður hefur þroskaðst frá því í apríl 2005.. staðan mín var líka allt önnur þá - ég stóð líka öðruvísi.. ég var meira svona á tánni :) Ég þakka samt Guði fyrir að bloggið var ekki til þegar ég var yngri...
---
Eníveis, pointless blogg en blogg samt sem áður...
---
Ps. átti ég kannski frekar að blogga um að Norðmenn ætla enn eina ferðina að sjatla málin við Breta? Nauuuuu

miðvikudagur, október 29, 2008

Framundan..

...eru ef til vill skemmtilegir tímar, ég vil trúa því. Það eru mörg tækifæri framundan og galdurinn ku að vera að nýta þau til hins ýtrasta. Það hefur sjaldan verið eins mikið um að vera í félagslífinu hjá mér og nú, kannski er það vegna sífelldra áminninga um að þjóðin eigi að standa saman eða bara loksins sér fólk tilefni til að gera sér glaðan dag. Ég er búin að hitta mikið af skemmtilegu fólki, nýju og gömlu og ég hef sjaldan hlegið eins mikið. Á planinu er fullt af skemmtilegum hlutum, stelpudjamm, brjóstsykursnámskeið, sumarbústaður, afmæli og bara fullt...
---
Á sama tíma er ég mikið að hugsa, mikið að spá.. samt með það að markmiði að ofhugsa ekki hlutina :) Við María eigum eftir að búa hér á Eggertsgötunni í 2 mánuði í viðbót, við fluttum inn í tvistinn í mars 2003 að mig minnir.. Það er mikið frelsi fólgið í því að búa hér, María á vini á öllum hæðum og ég á Önnu mína rétt hinu megin við hornið. Þetta er yndislegt hús þrátt fyrir ljót gólfefni og lélega innréttingu :) Ég stóð mig að því í kvöld að horfa á kvöldhimininn og spá í því hvort hann væri eins fallegur í Grafarholtinu, eflaust - bara annað sjónarhorn.
---
Ég á eftir að sakna þess að búa í vesturbænum, hér er allt mitt en ég ætla að koma hingað aftur síðar. Mér finnst broslegt að hugsa til þess að þegar ég flutti í vesturbæinn átti það að vera tímabundið.. bara rétt á meðan ég kláraði Háskólann.. núna langar mig ekkert að fara héðan.

sunnudagur, október 26, 2008

Sunday..

Eru sunnudagar ekki ekta bloggdagar? Þeir eiga að vera letidagar þar sem allt annað fær að sitja á hakanum. En ég er búin að dekra svo mikið við mig um helgina að það var ekkert val um neitt nema skella sér í úlpuna og út á skrifstofu.. þar sem ég sit núna og rembist við að læra. Ég blóta því núna að hafa ekki sent viðgerðarbeiðni til RHÍ þar sem hátalarinn virkar ekki á tölvunni minni.. það væri notalegast að geta haft smá tónlist hérna fyrst maður er aleinn á stóru skrifstofunni.
---
Það er stuttur vinnudagur á morgun því María er í vetrarfríi, við ætlum að dúllast eitthvað eftir hádegi á morgun saman bara tvær. Hún er orðin svo stór þessi elska, við vorum í foreldraviðtali í síðustu viku - það gekk svo vel og ég er svo stolt af henni. Hún er langt yfir meðallagi í lestri en hún les 127 atkvæði á mínútu en meðaltalið er 100 í bekknum. Hún skoraði 9,9 á stærðfræðiprófi - hefði átt að fá 10,0 en það er önnur ella - börnin eiga víst að uppgötva stærðfræðina í dag en ekki kunna hana. Einstaklega vel heppnað eintak þetta barn þó ég segi sjálf frá, hún er ánægð í skólanum og líður vel þar. Hún á eftir að ná langt þessi elska, ég efa það ekki.
---
En helgin er búin.. MA ritgerðarfrestun að síast inn enn eina ferðina og ég hlakka til jólanna

þriðjudagur, október 21, 2008

Að flækja málin

Stundum held ég að ég sé snillingur að flækja málin og ofhugsa hlutina, já eða bara hugsa þá ekki neitt. Alltaf of eða van á þeim bænum... gullna jafnvægið virðist ekki vera til hjá mér stundum. Þegar manni tekst að búa til svona flækjur þá er gott að eiga góða vini til að dempa öllu á, öllu sem er svo lítið þegar vinurinn er búinn að kryfja það til mergjar. Eða jafnvel áttar maður sig á því að vandamálið er svo ekkert vandamál heldur ofhugsun á einföldum hlutum, kannski er einfaldleikinn til?
---
Stór hluti af MA náminu mínu felst í því að ígrunda og pæla í hlutum niður í kjölinn og jafnvel undir hann... sífelld gagnrýni á það sem sett er fram, kannski þess vegna sem ég hugsa of mikið :) Síðustu daga hafa ljósmyndir átt hug minn allan af þeirri einföldu ástæðu að ég þurfti að finna mynd á póster fyrir Þjóðarspegilinn. Ég fann mynd fyrir pósterinn hjá ljósmyndasnillingnum henni Helgu sem ég fékk að nota. Ljósmyndir segja svo mikið, meira en þúsund orð og því er svo mikilvægt að vanda valið. Ég fékk hjá henni mynd sem endurspeglar að miklu leyti væntanlegar niðurstöður rannsóknarinnar minnar. Ég er ótrúlega ánægð með hana. Þið getið skoðað pælingar um hana hérna.
---
Í dag skaut svo lúðinn upp kollinum á kaffistofunni þegar verið var að ræða auglýsinguna fyrir Þjóðarspegilinn. Myndin er blörruð og mér fannst það endurspegla samfélagið eins og það er í dag, það hélt ég að væri pælingin á bak við hana. Samfélagið er eitt kaos þessa dagana og ráðstefnan heitir Þjóðarspegilinn.. spegill þjóðarinnar. Sá eini sem heyrði þessar pælingar mínar hló, sagði að ég hugsaði of mikið :)
---
Eftir kaffistofusessionið sendi ég svo út fullt af tölvupóstum til fólks sem ég þekki mismikið vegna ráðstefnunnar. Þegar ég ýtti á send fékk ég bakþanka... átti ég kannski ekki að senda þessum eða hinum... auglýsingin fór til þeirra sem ég veit að tengjast ekki HÍ og eru úti á akrinum að vinna við sitt fag. Ég búin að hugsa um þetta í allan dag...

mánudagur, október 20, 2008

Mánudagur

Mánudagur til mæðu.. mikið langaði mig að gera ekki neitt í dag en það var víst ekki í boði. Ég var búin að vera óttalega öfugsnúin í dag, einfaldleikinn virkar eitthvað svo flókinn. Við vorum seinar á ferð eins og svo oft áður en settum persónulegt met.. það tók okkur 15 mínútur að vakna, græja nesti, íþróttaföt, ballettföt, bursta, borða og greiða. Andlitið mitt fór með í veskinu og hefur reyndar ekki enn verið sett upp..
---
Kuldinn er ekki mitt thing.. nema þá til að hanga í sumarbústað með hvítvín í heitum potti - með móðu á gleraugunum :) Mig langaði að reyna að troða mér í snjóbuxurnar hennar Maríu en ég lét mér nægja að pakka mér inn í dúnúlpuna mína, ég renndi upp í háls og setti hettuna á höfuðið, þar sló ég tvær flugur í einu höggi! Mér var hlýtt og enginn sá að hágreiðslan var í verri kantinum.
---
Ég er samt farin að hlakka til jólanna... ég hlakka til að hafa það notalegt með fullt af mat og góðu fólki. Aldrei þessu vant er ekkert á döfinni hjá mér í desember nema skila af mér einu námskeiði og jú ein MA ritgerð. Ég ætla að gera svo margt fyrir jólin, mig langar að baka og búa til konfekt ... og svo væri draumur ef mér tekst að draga Völluna í sumarbústað á aðventunni eins og við gerðum um árið. Stefnan er svo tekin á að borða 2ja ára skammt af jólasteikinni.. og enga aspassúpu þetta árið. Kannski er það kuldinn sem fær mann að hlakka til eða bara sú staðreynd að stutt er til jóla.. sem þýðir að stutt er í ritgerðarskil og flutninga... Það verður öðruvísi að búa í 113...

miðvikudagur, október 15, 2008

Svífur yfir bloggandinn...

Undanfarið hefur mig langað að blogga .. en samt hef ég ekki fundið andann sem knýr mig áfram á þessu sviði. Já um hvað á ég að blogga? Á ég að blogga um síðustu helgi, hún var ein sú skemmtilegasta í langan tíma - ég hitti skemmtilegt fólk, hló mikið, svaf lítið og *hóst*.. drakk mikið hvítvín :) Eða á ég að blogga um efnahagsmálin og hvernig skynsamt væri fyrir pólitíkusana að fá lán hjá IMF til að geta skellt skuldinni á þá þegar þarf að hækka skatta og ef eitthvað meira fer úrskeiðis? Eða jafnvel blogga um það jákvæða sem felst í öllu þessu efnahagsbrölti? Svo gæti ég náttla bloggað um nýju vúdúdúkkuna mína???
---
Ég held að það standi upp úr þessu öllu hvað það stendur margt frábært fólk í kringum mig, ég á góða fjölskyldu, skemmtilega vini og vinn með frábæru fólki. Frá því þetta allt fór í gang hef ég er mjög treg við að fara í búðir - ólíkt þeim sem hafa hamstrað fyrir kjarnorkustyrjöldina. Hugurinn tók U-beygju þegar allt fór að hrynja, ég hef ekki notað kort síðan Glitnir fór - samt er ég viðskiptavinur Landsbankans :) Hagsýna húsmóðirin hefur fengið byr undir báða vængi og ég get svarið það að mjög langt er síðan ég hef verið eins hagsýn í innkaupum og heimilishaldi - og mér líður bara nokkuð vel með. Spara er mitt mottó. Búðarferðirnar hafa verið það fáar að ég man ekki hvenær ég þurfti að draga Maríu með mér eftir skóla í hundleiðinlega verslunarferð sem þýðir að við höfum betri tíma saman.
---
Vúdúdúkkan hefur ekki enn verið notuð.. að neinu viti... en ef þú finnur fyrir einhverjum óútskýrðum verkjum.. þá er ég ekki vinur þinn muhahhahaha :)

þriðjudagur, október 14, 2008

Rídd?

Lesefni kvöldsins var erfðir, gen og litningar og því sérdeilis skemmtilegt að fá þennan gullmola í tölvupósti..
--
Þessi gullvæga setning heyrðist við kvöldmatarborð frá einni á leikskólaaldri nýverið.
---
Dóttirin: "Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"
---
Sem er tilefni þessarar vísu
Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd?
---
Við spurningu barnsins svarar pabbinn svona:
---
Úr ágætis efn' ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd

mánudagur, október 13, 2008

Stjörnuspá dagsins..

Naut: Árásargirnin eykst hjá þér sem er frábært ef þú ætlar að yfirtaka fyrirtæki eða vinna fótboltaleik. Annars skaltu minnka kaffeínið og hraðann. --- Annars er óttalegur mánudagur í mér og mig langar ekkert að sleppa kaffibollanum...

fimmtudagur, október 09, 2008

Iceland vs America

The Americans have Bush, Stevie Wonder and Johnny Cash. The Icelanders have Haarde, no wonder and no cash!

mánudagur, október 06, 2008

Tilgangslaust en pínu skemmtilegt

Kidda (sem nota bene er starfsmaður KB banka) klukkaði mig um daginn, dagurinn í dag er tilvalinn til að velta hlutunum aðeins fyrir sér... Fjögur störf sem ég hef unnið við um ævina:
  1. Háskóli Íslands
  2. Götusmiðjan
  3. Sólbaðstofa Mosfellsbæjar
  4. Snæland video
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:
  1. Blönduós
  2. Mosfellsbær
  3. Keflavík
  4. Reykjavík
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
  1. Ég
  2. man
  3. aldrei
  4. eftir myndum
Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:
  1. Law and Order
  2. Law and Order: SVU
  3. Biggest Looser (leyndó samt)
  4. CSI
Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:
  1. Lýðmenntun - hreinlega elska þá bók (brilliant bók fyrir fólk í menntapælingum)
  2. Ísland í aldanna rás (bara svona ef maður hefur ekkert að gera)
  3. Útkallsbækurnar (góðar fyrir svefninn)
  4. Mannkynbætur (sérlega áhugaverð bók um mannkynbótastefnur)
Matur sem er í uppáhald:
  1. Hamborgarhryggur
  2. Kalkúnn
  3. Nautasteik
  4. Indverskur
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):
  1. http://www.mbl.is/
  2. http://www.hi.is/
  3. http://www.ugla.hi.is/
  4. http://www.facebook.com/

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  1. Tenerife (sól og sæla með famelíunni)
  2. Chile (búðir, áfengi og spænska)
  3. Krít (sól, hiti, strönd og lífsháski)
  4. Noregur (Helgan, búðir og áfengi)

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

  1. Á Akureyri hjá Völlunni minni
  2. Á sólarströnd að kafna úr hita, með ískalt vatn undir bekknum
  3. Í heitum potti við sumarbústað með ískalt hvítvín
  4. Á ferðalagi um heiminn með Maríuna mína

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

  1. Guðrún
  2. Helga Björg
  3. Anna Rut (farðu nú að blogga kona!)
  4. Fanney Dóra

Kreppan 1914?

Nú vildi ég óska þess að ég hefði tekið betur eftir í sögunni hjá Sigga upp í Borgó, hvernig var kreppan 1914? Að hvaða leyti er ástandið nú sambærilegt því sem þá var? Ég veit samt ekki afhverju ég vil vita það, ég held að manni myndi ekkert líða betur með það - kannski hef ég einhverja þörf fyrir að velta þessu fyrir mér...
---
Andrúmsloftið í vinnunni var skrítið í dag, það hefur verið mikil spenna undanfarið og stuttu fyrir ávarp forsætisráðherra gekk boðskort í Club Polly Anna um húsið - í grafalvarlegu gríni að sjálfsögðu. Við hlustuðum á ávarpið í gömlu útvarpi sem var með stóru loftneti. Það hefði verið hægt að skera andrúmsloftið. Þegar ávarpinu lauk og forsætisráðherra bað Guð að blessa þjóðina var mér næstum allri lokið.. mig langaði að leggjast í gólfið og gráta - að láta eins og krakki.
---
Það var ekki mikið unnið eftir ávarpið, ég fór og sótti Maríuhænuna mína sem var inni hjá Höllu með magaverki. Við renndum svo heim, skottann fékk smá knús og magaverkirnir hurfu eins og dögg fyrir sólu. Barnið er frammi í fótbolta núna :)
---
Hvað gerist á morgun? Það veit enginn held ég, ég nenni ekki að spá í því í kvöld. Ég ætla að skrá mig í Club Polly Anna

fimmtudagur, október 02, 2008

"Alþjóðlegur vandi"

Mig langaði að blogga en samt ekki. Ég er að hlusta á ræðusnillinginn Steingrím Joð lesa ríkisstjórninni pistilinn. Ég er ekki vinstri græn en mér finnst alltaf jafn gaman að hlusta á hann. Kaffistofan í vinnunni er góður staður á tímum sem þessum, þar fær maður ýmsan fróðleik beint í æð. Ég er búin að læra ýmislegt síðustu daga, td að mynda að samingstaða Glitnis var verulega slæm og afskaplega tæpt sé að kenna illindum Davíðs og Jóns Ásgeirs. Glitnir hefði annars farið á hausinn. Veðin sem Glitnir bauð voru ekki pappírar sem teljast til góðra veða, meðal annars munu þar hafa verið bílalán og fasteignalán. Hagfræðingarnir á mínum vinnustað gera ráð fyrir því að um 60% skuldara eigi eftir að standa í skilum á næstum mánuðum sé litið til annarra lána en húsnæðislána, en þar má víst búast við allt að 90% skilum.
---
Það var mikið hlegið af frösum ráðamanna á borð við að þetta sé nú alþjóðlegur vandi og við eigum að snúa bökum saman. Að hluta til er okkar vandi alþjóðlegur en að hluta erum við að súpa seyðið af þvílíku eyðslufylleríi síðustu ára, vandinn er svo "alþjóðlegur" að eina landið í heiminum sem glímir við sama vanda og við í dag er Kazakstan... En að snúa bökum saman, jú jú við getum við snúið bökum saman en hvað svo? Eigum við kannski bara að botna Stuðmannlagið og þakka fyrir góða aldurssamsetningu þjóðarinnar?
---
Ég hef ekki hugmynd en snillingurinn sem ég vísaði til hér fyrr komst svo skemmtilega að orði áðan: Áhöfn í lekum bát sest ekki niður til að velta því fyrir sér afhverju fór að leka heldur byrja þeir að ausa. Bankar og ríkið þurfa að finna lausn. Ég segi Go Jóhanna! og held áfram að horfa á Alþingi..

þriðjudagur, september 30, 2008

Þegar barnið veit betur

Ég man alltaf eftir því þegar ég hlustaði á fyrirlestur hjá Hugó fyrir nokkrum árum og hann sagði að foreldrar spyrðu börnin nánast undantekningalaust hvað þau vildu fá í matinn þegar foreldrarnir vildu sukka. Ég lenti í þessum aðstæðum í dag.
---
Í dag fórum við mæðgur á búðarbrölti eftir vinnu og klukkan orðin ansi margt þegar við erum á leið út úr Smáralindinni. Ég stakk upp á því að við myndum bara fá okkur pyslu í kvöldmat.. nei barnið var ekki til í það. Þá stakk ég upp á því að við myndum steikja okkur hamborgara... nei barnið var ekki til í það. Hún gekk rakleitt að fiskborðinu í Hagkaup og velti fyrir sér hvernig fiskrétt hana langaði í - barnið valdi plokkara. Hún var reyndar smá stund að velja á milli plokkara og ýsu í Malasíusósu. Ég gat hreinlega ekki neitað barninu um plokkara og sagt að við yrðum að kaupa hamborgara - sem hún nb veit að eru óhollir og kosta meira en plokkarinn. Við enduðum því með plokkara í matinn.
---

þriðjudagur, september 23, 2008

Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn

Eins of flestir horfði ég á Kompás í gærkvöldi. Ég var kannski ekkert sérstaklega sjokkeruð á þessu, enda hardcore lady.. djók. Mér fannst þátturinn alveg ágætur, ekkert meira en það. Mér fannst vanta meiri dýpt í umfjöllunina og meiri dýnamík í þáttinn sjálfan - svo var það blessuð kræklingaræktin sem kom á eftir sem drap alveg stemmninguna.
---
En umræðan í dag hefur mér þótt með eindæmum leiðinleg. Fólk eyðir þvílíkum tíma í að ræða um þessa blessuðu menn. Af hverju ræðir enginn handrukkun per se eða bara löggumanninn sem var vinnufélagi annars þeirra? Mér finnst það skipta miklu meira máli ...

laugardagur, september 20, 2008

Stjörnuspár, geðillska og dagblöð

Stundum (eða kannski oft) kíki ég á stjörnuspána mína á mbl.is eða dreg spil á spamadur.is. Yfirleitt alltaf fæ ég þau svör sem ég er að leita að hverju sinni, nema í dag þá var stjörnuspáin mín á mbl.is fáránleg - þar var sagt að mig langaði að koma einhverjum undir græna torfu!!! Kannski er þar undirmeðvitundin að láta á sér kræla en ég kannast ekki við þessar pælingar ... Ég elska stjörnuspána þegar hún segir mér það sem ég vil heyra og það sem ég er að hugsa. Call me crazy.. I know.
---
Það er samt svo margt að flækjast í hausnum á mér þessa dagana, það er stutt í geðvonskuna og gleðina. Ég er eins og íslenska veðrið, breytist oft á dag. Kannski er tóbaksleysið að tala, ég vil alla vega kenna því um geðsveiflurnar. Ég ákvað það þegar ég vaknaði í morgun að gera ekki neitt í allan dag og vera í náttfötunum þangað til á morgun. Það entist ekki lengi, mikið svakalega er leiðinlegt að gera ekki neitt. Mér þótti það svo leiðinlegt að ég er búin að þrífa ísskápinn og byrjuð á eldhússkápunum. Svo skellti ég mér niður og nældi mér í góðan haug af dagblöðum því ég ætla að pakka niður í kassa - ég flyt einn daginn, svo það er eins gott að vera búin að þessu.
---
En talandi um dagblöð, ég bað dóttir mína að fara niður og sækja dagblöð fyrir mig til að pakka einhverju niður. Hún kom eftir dágóða stund og sagði mér að það væri ekkert dagblað niðri en hún hélt samt á góðum bunka. Þegar ég benti henni á að hún héldi á nokkrum sagði hún réttilega við mig: "Þetta eru 24stundir og Fréttablaðið - ég fann ekkert sem heitir Dagblað!"

föstudagur, september 19, 2008

Kláralega hressasta kaffistofa landsins í dag

Vissir þú að.... þegar dóttir krataforingjans og sonur íhaldsforingjans trúlofuðu sig lagðist íhaldið í rúmið og gat sig hvergi hreyft þar til kunningi benti honum á þetta væri nú ekki alslæmt - íhaldið væri nú alltaf ofan á... (Já, nema þau tækju upp kratasiði og prufuðu nýja hluti - sem kunninginnn hefur ábyggilega ekki bent á)

miðvikudagur, september 17, 2008

Hvað er málið???

Ég opnaði tölvupóstinn minn áðan eins og ég geri svo gjarnan á heila tímanum.. fríkeypis skipulagsráð frá JTJ. Nema hvað að þegar ég flétti í gegnum hrúguna fann ég mjög svo sérstakt bréf. Í því stóð:
---
"HelloAm Rita,fair in complexion,tall hot in bed.and loving and caring young lady with good understanding and sharing in nature i decided to contact you at www.barnaland.is ) do contact me through this my id so that we know each other better and share pictures to ourselves.Hope to hear from you and bye with a warmly kissssssssssss. Rita"
---
Á barnaland.is eru í flestum tilfellum bara myndir af börnum - hvaða máli skiptir þá að gellan sé hot in bed?

mánudagur, september 15, 2008

Næst á svið..

... er Ásdís Ýr ballettdansmær frá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins! Hljómar þetta ekki vel? Ekki falla í yfirlið, ég er ekki farin að æfa ballett en ég fékk samt gott boð í dag frá ballettkennararnum hennar Maríu. Þar eru í boði balletttímar fyrir foreldra, allt frá algjörum byrjendum til gamalla dansara. Nema hvað samtal okkar var eitthvað á þessa leið:

Kennari: Þú vilt ekki koma í ballettinn sem er núna í gangi, þetta eru foreldrar margra krakka hérna - passar akkúrat við tímann hennar Maríu? Ásdís tilvonandi ballettdansmær: Uhh, ég er veit það ekki.. ég er svo strið að ég yrði eins og álfur þarna Kennari: Elskan mín, heldurðu að þú getir ekki lyft fætinum upp á stöngina? Ásdís tilvonandi ballettdansmær: (Hóstar) nei, ég held ekki sko Kennari: Iss, ég verð fjót að teygja það úr þér. Hugsaðu alla vega um það!

Ég komst í splitt í nokkur skipti þegar ég var 14 ára (eða 15 ára). Þau voru ekki mörg, en ég komst. Ætli ég yrði ekki létt á mér og tignarleg á sviðinu í tutupilsi með celló á rassinum?

laugardagur, september 13, 2008

7 ár...

Mér finnst svo stutt, en samt svo langt síðan að ég var að elda lasange með skrítnar pílur í maganum.. sem voru hríðir. Það eru komin sjö ár síðan. Yndislega dóttir mín verður 7 ára á morgun. Það er gaman að rifja þetta upp...
---
1.september 2001 fluttum við Nonni í íbúð upp í Grafarvogi sem við höfðum á leigu, ég var orðin eins og hvalur (að mér fannst) - slagaði upp í 70kg sem mér fannst ótrúlega mikið verandi komin 9 mánuði á leið. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir eyddi ég öllum mínum tíma í að baka Betty Crocker, borða Betty Crocker og drekka nýmjólk með. Ég straujaði bleiur, bjó um vögguna í mismunandi útfærslum og h0rfði á sjónvarpið.
---
Þegar 13.september leit dagins ljós flaug mér ekki í hug að hann ætti eftir að verða eitthvað öðruvísi en aðrir dagar, ég byrjaði að elda kvöldmatinn fljótlega eftir hádegismatinn og fór með Nonna og sótti nokkar dvd myndir til ða horfa á. Þegar ég var að leggja lokahönd á margra klukkutíma matreiðsluna, lasange, fór ég að fá skrítnar pílur í magann og bakið. Eftir matinn lagðist ég í sófann og fór að glápa á sjónvarpið. Þessir skrítnu verkir ágerðust þegar leið á kvöldið og nóttina, ég gat ekki sofnað en Nonni var alveg að leka út af og það sætti ég mig ekki við. ÉG vildi að hann myndi horfa á mig en ekki tala við mig.
---
Um miðja nótt ákváðum við að fara upp á spítala til að láta tékka á þessu. Mamma ætlaði að vera með okkur svo ég hringdi í hana til að láta hana vita, ég sagði henni að ég myndi hringja í hana af spítalanum og láta hana vita hvernig staðan væri. Ég gleymi aldrei andartakinu þegar ég við hringdum bjöllunni, mér fannst það svo vandræðalegt - hvað á maður að segja: .."Hæ, ég er að koma að fæða barn!"
---
Við vorum rétt nýkomin inn þegar mamma mætti, hún var greinilega tilbúin í gírinn með myndavélina um hálsinn og íþróttatösku fulla af nesti, nuddolíum og alls konar dóti. Við tók nokkurra klukkutíma bið - mig minnir að við höfum við komin um fjögurleytið um nóttina og María er fædd í hádeginu. Fæðingin gekk bara nokkuð vel, ég fylgdist vel með klukkunni og taldi niður tímann fram að hádegi - ljósan hafði sagt að hún myndi fæðast þá.
---
Fyrir fæðinguna var ég búin að gera rosalega fínan óskalista þar sem óskir mínar komu fram, sorry en hverjum datt í hug að láta frumbyrju fá þá flugu í hausinn að hún gæti stýrt þessu eitthvað. Óskalistinn gleymdist heima en jeminn hvað hann var úr takti við raunveruleikann. Til að mynda sagði ég við ljósuna að ég vildi fara í gegnum fæðinguna án deyfingar, ss vildi ekki að mér væri boðið neitt og ég vildi vera sem mest á ferðinni en ekki í rúminu. Ég vildi ekki eiga á bakinu og só on. Til að gera langa sögu stutta var ég farin að heimta verkjalyf fljótlega eftir að ég kom, ég lá á grjónapúða upp í rúmi nánast allan tímann og ég átti á bakinu :)
---
Fæðingin sjálf er samt ansi gloppótt í minninu, ég man eftir einstaka mómentum en ekki öllu. Ég man samt svo vel eftir því þegar ljósan klappaði mér á öxlina og hrósaði mér fyrir það hvað ég var dugleg - ég lifði lengi á þessu hrósi þrátt fyrir að nokkru seinna hafði ég heyrt að þær segja þetta við alla.
---
En nóg um það, á morgun eru 7 ár síðan ...

mánudagur, september 08, 2008

Hamstrar og samkynhneigð

Fyrir nokkru síðan skrifaði ég pistil um hvernig mann ég vildi fá að eiga fyrir mig - bara fyrir mig. Mörgum fannst ég vera óraunhæf og sögðu að þessi maður væri ekki til. Ein vinkona mín gekk svo langt að segja að ástæðan fyrir því að ég væri ein væri sú að ég vildi það sem ég gæti ekki fengið til að vera alltaf ein, ætli það sé rétt? Ég barasta veit það ekki, ég veit samt alveg hvað ég vil og ég veit að það er ekki í boði.
---
Kannski langar mig bara í þessa ímynd, fjölskyldumyndina. Mig langar að skipuleggja barneignir með fullkomnum manni, mig langar að hafa einhvern heima á kvöldin og taka þátt í lífinu með mér. Ég nenni ekki að hanga á msn öll kvöld, ein fyrir framan tölvuna heima hjá mér. Ég nenni ekki að þurfa að hringja ef mig langar að tala við einhvern, mig langar að geta snúið mér við og spjallað án þess að tækni þurfi að koma þar við.
---
Ég er pirruð

sunnudagur, september 07, 2008

Sveitasælan

Þá erum við mæðgur komnar heim - reyndar sú yngri fór á hitt heimilið í Breiðholtinu. Það er einhver ákveðinn sjarmi yfir þessari helgi, allir koma í sveitina og yfirleitt er leiðinlegt veður - sem þykir reyndar betra veður til að smala en gott veður, skrítið. Þegar við mættum á föstudagskvöldið var komið myrkur enda miðnætti, bóndinn var úti á hlaði að dytta að fjárkerrunni og bræðurnir tvær stóðu álengdar og fylgdust með. Þegar bóndinn hafði orð á því að viðgerðin gengi ekki upp sagði annar bróðirinn, smiðurinn í fjölskyldunni, að hann þyrfti bara að reyna aðeins betur. Ég skilaði mömmu af mér og hélt af stað aðeins lengra heim til Rögnu frænku.
---
Ég bar Maríu inn steinsofandi og setti hana á dýnuna í "okkar" herbergi. Við Ragna sátum á snakki langt fram eftir nóttu enda langt síðan við höfum fengið tækifæri til þess - eða síðan við höfum gefið okkur tækifæri til þess. Á laugardagsmorgun var ég síðust á fætur, við þurftum bara að mæta í fyrirstöðu svo við þurftum ekki að vera snemma á ferðinni í sveitina. Rétt eftir hádegi fórum við af stað og lögðum bílunum utan vegar og biðum eftir fé. Meðan við biðum rifjuðum við upp gamla tíma - traktorsferðirnar, djúsbrúsana og súkkulaðikexið sem amma gaf okkur alltaf í nesti. Við sórum þess eið að á næsti ári færum við með stelpurnar upp í fjall enda allt of langt síðan síðast.
---
Þessi smölun var viðburðarríkari en flestar aðrar, í fyrsta skipti í sögu búskapar á okkar bæ kom lögreglan og sótti einn gagnamann og flutti hann í fangageymslur. Jafnframt keyrði eitt fjórhjólið á bíl frænku upp í dal og skemmdi hann. Mennirnir eru alls óskyldir okkur :) Við frænkurnar þurftum aðeins að láta í okkur heyra þegar fjárhópur tók stefnuna til okkar, að sjálfsögðu hljómuðum við eins og hálfvitar en vá hvað það var gaman. Auk þess reyndum við eftir fremsta megni að láta lögregluna sjá okkur í þeirri von að önnur okkar færi í járn - því jú löggan á þessum slóðum er ekkert slor :)
---
Svo var farið í réttina að draga. Eitt borgarbarnið var eitthvað óhresst með tímann sem það tók að fara í réttina og spurði mig: Ásdís, hvenær förum við eiginlega í ræktina og sorterum kindurnar? Við létum ræktina vera þennan daginn, sem og aðra. Það er svo gaman í réttinni, þó ég ráðist nú bara á lömbin. Ég ákvað að ná mér í eina rollu og þá lenti ég á rassgatinu - lömbin voru mín deild. Það voru þreyttir og skítugir kroppar sem komu svo til Skagastrandar í gærkvöldi.
---
Fljótlega eftir hádegi gerðum við okkur ferðbúnar og fórum af stað heim. Þar sem ég pakkaði svo litlu var lítið til að taka með heim, ég var svo dugleg að pakka að ég gleymdi ýmislegu nauðsynlegu svo sem nærfötum, sokkum og utanyfirfötum. Utanyfirfötin fékk ég lánuð fyrir norðan en sokkana og nærfötin verslaði ég á leiðinni. Spurning um að pakka létt eða bara of létt?
---
Á morgun tekur við löng vinnuvika, þrátt fyrir að búa nánast í vinnuna þessa dagana þá skulda ég tíma frá síðustu viku og ef bókhaldið mitt er nógu gott þá þarf ég að vinna aukalega 6 tíma í þessari viku. Stefnan er tekin á bólið snemma í kvöld.

miðvikudagur, september 03, 2008

Að muna eða muna ekki

Stundum er sagt að ég muni allt, ég man mjög mikið úr fortíðinni og samtíðinni - oftast hluti sem engu máli skipta. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvort hægt sé að breyta því sem liðið er, og alltaf komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Learning by doing sagði einn mjög svo gáfaður maður... fortíðin er til að læra af - og ekkert annað ... jú kannski líka hlægja að. Svo getur maður lent í því, líka við sem teljum okkur muna allt, að það sem við munum er ekki rétt. Það getur verið spaugilegt og já líka háalvarlegt - allt eftir því hvernig litið er á málin. En hvað er þá rétt, það sem við munum eða það sem hinir muna? Kannski er þetta spurning um það sem við viljum muna...

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Af typpum verður margur api

Akureyri var frábær eins og alltaf - þúsund þakkir fyrir mig....

föstudagur, ágúst 22, 2008

Lífið er ljúft

Hjá mér eins og hjá öllum öðrum skiptast á skin og skúrir í önnum hversdagsins. Undanfarið hafa verið frekar óþægilegir tímar, óvissa með ýmislegt og pirringur yfir öðru. En svo var eins og amma gamla hefði kippt í spotta. Framundan eru skemmtilegir tímar.
---
Ég er búin að fá stöðuhækkun í vinnunni sem þýðir afmarkaðra starf, mun skemmtilegra en það sem ég hef verið að sinna og er sambland af mínu námi og opinberri stjórnsýslu - sem mig hefur lengi langað að læra. Þegar ritgerðin er frá hef ég leyfi til að mennta mig á því sviði með vinnunni til að styrkja mína stöðu. Auk þess mun ég fá mjög góða vinnuaðstöðu, bara fyrir mig.
---
Fyrir stuttu var mér svo boðin kennsla í mínu gamla námi. Ég kenni eitt námskeið ein, helminginn af öðru og hluta af þriðja. Ég hef aðeins kennt með Hönnu minni en núna fæ ég svona "fullorðinskennslu" þar sem reynir á mig og mína þekkingu. Fyrir 6 árum síðan ætlaði ég að verða kennari - reyndar grunnskólakennari :)
---
Húsnæðismálin eru ennþá óleyst en ég hef einhvern veginn engar áhyggjur af þeim núna, ég veit að þetta reddast allt saman á endanum og ég flyt í litla kósý íbúð um áramótin - hvernig sem ég fer að því. Bílamálin eru leyst og við María verðum áfram á yndislega Súbbanum.
---
Það er rúm vika eftir af ritgerðarfríinu mínu og stefnan er á að ná að taka síðustu viðtölin fyrir ritgerðina á þessum tíma. Fjögur viðtöl hér í Reykjavík og 6-8 á Akureyri. Ég hlakka óstjórnlega til þegar ég fer með ritgerðina til að láta binda hana inn - mér finnst alveg yndislegt að það sé þarna einhvers staðar handan við hornið. Hanna mín er nú á ferðalagi með fræðilega hlutann og aðferðafræðina sem ég búin að púsla saman, næst fær hún drög að niðurstöðum. Svo er bara að púsla þessu öllu saman og skila!
---
Ég er bara ótrúlega sátt við lífið og tilveruna eins og hún er í dag.

mánudagur, ágúst 18, 2008

Stundum er nauðsynlegt að flytja

Já, veistu ég held það bara - það er nauðsynlegt að flytja annað slagið og grisja aðeins draslið sem maður safnar. Þegar maður býr lengi á sama stað hættir maður að taka eftir því sem maður þarf ekkert að nota. María var lasin heima í dag svo ég var aðeins að dunda mér í geymslunni á meðan hún fékk vinnutækið mitt lánað aka. tölvuna.
---
Þegar ég flutti hingað fyrir rúmum tveimur árum fannst mér það gríðarlegur kostur hvað geymslan var stór. Þegar ég bjó á Hjónagörðum var geymslan lítið frímerki þar sem ég geymdi allt sem ekki var notað daglega, til dæmis straujárn og þess háttar (íbúðin var sko líka frímerki). Svo flutti ég úr tvistinum yfir í sexuna og fékk aðeins stærri geymslu. Ókosturinn við þá geymslu var að maður þurfti að fara út á bílaplan til að komast í geymsluganginn. Þegar ég flutti þaðan man ég ekki til þess að geymslan hafi verið neitt troðfull af einhverju drasli heldur bara svona týpísku geymsludóti - útilegudótið og svoleiðis.
---
Geymslan hérna í tíunni er svipað stór og íbúðin á Hjónagörðum - eða alla vega stofan :) Þegar ég flutti ákvað ég að gerast sveitó og hafa hluta af geymslunni fyrir búr þar sem gengið er í geymsluna úr eldhúsinu. Nema hvað að búrdraumurin dó fljótlega því ég fór að skella öllum fjandanum þarna inn. Undanfarna mánuði hefur verið nokkuð mál að komast með góðu móti inni blessað geymsluskotið þótt ég hafi ekki fyrir svo löngu rutt öllu þar út, raðað upp á nýtt og hent bílförmum af drasli.
---
Eitt af því sem fær að fjúka þarna inn eru pokar af plastflöskum og áldósum. Sökum þess hve geymslan er "rúmgóð" er farið mun sjaldnar í Endurvinnsluna en í den. Í dag ákvað ég að það væri kominn tími til að fara með þetta í Endurvinnsluna og græja eitthvað á þessu svona á síðustu og verstu tímum. Ég eyddi því drúgum hluta dagsins í að telja flöskur og dósir í nýja poka - ég hafði náttúrulega ekki hugvit í að telja í pokana þegar ég henti þessu inn svo ég fékk það verkefni í dag. Mikið lifandis skelfingar ósköp er það leiðinlegt verk. Nema hvað, í geymslunni minni voru hvorki meira né minna en 350 plastflöskur og 57 áldósir sjáanlegar - sem gera 8 ruslapokar af flöskum og dósum. Það er spurning hvað fleira leynist þarna?

sunnudagur, ágúst 17, 2008

Svona var sumarið 2008

Nú er sumarið senn á enda, skólinn að byrja hjá drottningunni á föstudaginn og ritgerðarfríið mitt búið eftir 2 vikur. Því er ekki seinna vænna en að rifja upp sumarið....
  • Sumarið byrjaði um hvítasunnuhelgina á Akureyri. Frábært djamm á laugardeginum og fermingarveisla á sunnudeginum.
  • Aftur á Akureyri, brilliant brúðkaup hjá Völlu og Adda. Lopapeysa, hvítvín og berar iljar.
  • Fór í vikuferð til Krítar með Guðrúnu, Sunnefu og Victoríu. Sól, sjór og bjúgur.
  • Fyrsta helgin í júlí var tekin í sumarbústað á Blönduósi með mömmu, Óla frænda, Maríu, Önnu Maríu og Ottó Má.
  • Síðasta helgin í júlí var fyrsta útileguhelgi sumarsins (snemma í því). Fórum á Skagaströnd og tjölduðum í blíðskaparveðri.
  • Versló var svo tekin með Helgunni minni í Varmalandi. Ljósavél, rok og frábær félagsskapur.
  • Sumarbústaður í Brekkuskógi aðra vikuna í ágúst. Skrifaði nokkuð þéttan texta, pirraðist úr í Word, bakaði og bjó til sultu.

Nú eru bara tvær vikur eftir af ritgerðarfríinu mínu og ég verð að vera komin með uppkast af ritgerðinni ef mér á að takast að púsla saman öllu sem ég er búin að lofa mér í. Þann 1.september byrja ég í nýju starfi í vinnunni, fer að kenna eitt námskeið og hluta af tveimur öðrum (ef allt gengur eftir). Aðra hvora helgi mun ég svo þjóna góðu fólki nokkra tíma á dag. Planið er svo að skila ritgerðinni tilbúinni í innanhúslestur 15.desember og útskrifast í febrúar 2009.

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Tannálfurinn

Tannálfurinn var tíður gestur á mínu tímabili þegar allar 8 tennurnar hrundu úr dóttir minni eins og hendi væri veifað. Skottan var fjót að átta sig á því að tannálfurinn væri nú samt ekki til þótt hún fengi 100 kall undir koddann fyrir hverja tönn. Svo fannst henni voðalegt sport þegar Anna María missti fyrstu tönnina sína að fá að vera tannálfurinn hennar - Anna María var svo með svaka sögu um tannálfinn en María gat þagað um sitt hlutverk og ég veit ekki betur en að hún hafi haldið því fyrir sig - um það var alla vega samið.
---
En allt um það, ég man ekki hvort ég fékk eitthvað tannfé þegar ég var lítil né heldur hef ég spurt í kringum mig hvort börn vinkenna minna fá tannfé. Mér fannst hæfilegt að miða við 100 kall eða 1 evru (eftir því hvar við erum staddar) fyrir hverja tönn sem dettur, María setur þetta beint í baukinn sinn svo það verða aldrei miklar umræður um þetta. Í Selinu í morgun var skólafélagi Maríu hæst ánægður með að hafa misst tvær tennur nýlega - hann sýndi mér hvar þær höfðu verið og ræddi heilmikið um ristað brauð og ýmis vandræði sem fylgdu því að hafa lausa tönn.
---
Svo spurði ég hann hvort tannálfurinn hefði heimsótt hann, jú jú hann hafði gert það og kauði fékk 2000 krónur undir koddann! Ég átti ekki til orð og spurði hann hvaða tannálfur kæmi eiginlega heim til hans, það stóð ekki á svari - það er víst sá sem sér um vesturbæinn. Sá er ansi gjafmildur - 1000 krónur á tönn. Mér finnst þetta algjört brjálæði - og ég vorkenni mínu barni ef umræður skapast í skólanum um tannálfa og tannfé - reyndar veit hún að tannálfurinn er ekki til svo það kannski dregur aðeins úr henni. Glætan að ég fari að setja 1000 krónur undir koddann hjá henni fyrir hverja tönn sem hún missir - miðað við vesturbæjartannálfinn þá skulda ég reyndar Maríu 7200 krónur.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Að koma sér af stað...

... er fáránlega erfitt eftir langt helgarfrí. Ég tók mér frí á föstudaginn því brottför í ferðalagið góða var á ætlun milli kl. 12 og 14 á föstudag. Ég var auðvitað á síðasta snúning eins og stundum áður og með allt of mikið af farangri - nágrannakona mín spurði mig í fullri einlægni hvort ég væri að flytja þegar ég bar dótið niður. Hún skellti upp úr þegar ég sagðist bara vera á leiðinni í útilegu.
---
Örlítil seinkun var á áður auglýstri brottför en Súbbinn og Pattinn brunuðu frá Akranesi kl. 14.30. Tæpum klukkutíma síðar vorum við komin á áfangastað, ég fór sem sagt með Helgu minni og Gulla hennar að Varmalandi. Þar komu líka fjölskyldan hans Gulla og ljósavélin góða. Ég hef sjaldan hlegið eins mikið með ókunnugu fólki en samt fundist ég ekkert ókunnug - enda kom á daginn að Gulli og co eru frá Þyrli í Hvalfirði en þar bjó Siggi hennar mömmu fyrstu árin sín og systir hans Gulla var í Tulsa með Jennýju, Jóa, Óla litla, Óla og Steingerði. Við Helga höfum verið alltof latar að gera eitthvað saman síðastliðin ár, miðað við að við vorum óaðskiljanlegar allan framhaldsskólann. Samt var bara eins og við höfðum ekkert misst neitt samband.
---
Við vorum mest á tjaldsvæðinu en fórum þó og skoðuðum Paradísarlaut og Glanna og skelltum okkur eina ferð í sund - potturinn var með þeim heitari sem ég hef kynnst, ég höndlaði hann ekki þrátt fyrir að vera þokkalega hott gella í dýrari týpunni af bikiní. Áður en við fórum heim í gær brunuðum við í Hreðavatnsskála og fengum okkur feitan borgara - við vorum náttla lítið búin að borða yfir helgina.
---
Helga, Gulli og þið öll hin þúsund þakkir fyrir frábæra helgi.

fimmtudagur, júlí 31, 2008

Skilgreining Peters á menntun? HJÁLP

Man einhver hvar þessa blessuðu skilgreingu er að finna? Við lærðum þetta orð fyrir orð þegar við tókum Innganginn? Ég er búin að fara í gegnum alla Exploring Education og þar finn ég bara vangaveltur Peters um the educated man..... er það það sama??

þriðjudagur, júlí 29, 2008

.... illa girtar meyjar

Talsverð umræða hefur verið í þjóðfélaginu um lag Baggalúts um Þjóðhátið í Eyjum. Ég er kannski svona rotin að innan en mér finnst þetta bara þrælfyndið - ég get ekki séð að það sé verið að hvetja til nauðgana nema fólk kjósi að oftúlka einstaka setningar. Þjóðhátið er lausgirt hátíð einhleypra - ég held því miður að það sé ekki of sagt að margir vita ekkert endilega hver setti í hvern ...

mánudagur, júlí 28, 2008

Nautið 28.júlí 2008

"Þú ræðst í áskoranir og drauma. Ekki hengja þig í smáatriði eða hræðast að geta ekki gert allt. Allt verður auðvelt ef þú bara nýtur þess."

fimmtudagur, júlí 24, 2008

Það sem koma skal

Nú er að koma að því, ég get ekki flúið það mikið lengur að spá í því hvað við María gerum um áramótin. Við þurfum að flytja héðan 5.janúar nk. Sama þótt ég færi í eitthvað nám fengi ég ekki að vera lengur - búin með kvótann. En hvernig á maður að fara að?
---
Ég skil ekki hvernig þetta á allt að ganga upp. Húsaleiga fyrir 3ja herbergja íbúð fer ekki undir 110.000 á mánuði, algengt verð virðist vera 150-170.000 á mánuði. Mjög svipuð upphæð færi í að greiða af lánum og öllu tilheyrandi ef maður skyldi kaupa. Frístundaheimili kostar 10.000 á mánuði, sem er nauðsynlegt að borga svo hægt sé að vinna fullan vinnudag. Matur fyrir í skólamötuneyti kostar 5325 á mánuði. Í dag borga ég 7.000 á mánuði í hita, rafmagn og internet. Þetta gerir tæpar 200.000 krónur á mánuði, þetta eru allt greiðslur sem ekki er hægt að komast hjá og fullt vantar inn í ss síma, tryggingar, RÚV, rekstur á bíl, íþróttir og gamlar syndir. Gert er ráð fyrir því að einstaklingur með eitt barn þurfi að lágmarki 68.700 á mánuði í mat, hreinlætisvörur, frístundir, læknisþjónustu, fatakaup og "ýmislegt" samkvæmt Ráðgjafarstofu heimilanna. Kannski er ég ótrúlega svartsýn en ég er bara ekki að sjá þetta ganga upp.
---
Hvenær ætlar blessaða ríkistjórnin okkar að vakna og sjá að þjóðfélagið okkar er ekki ganga upp, samkvæmt fræðingunum á húsnæðiskostnaður að vera þriðjungur af útborgðuðum launum til að boginn sé "rétt" spenntur - þeas til að hann þoli minni háttar áföll. Samkvæmt því ætti einstaklingur sem borgar 150.000 í leigu að vera með 450.000 í útborguð laun á mánuði.
---
Þið fyrirgefið tuðið - skárra að lesa þetta hér heldur en að hlusta á mig kvarta og kveina í símann ekki satt??

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Hvað þarf marga til að skipta um ljósaperu?

Daman fór í lit og klipp í dag til Önnu Siggu - kom út hæstánægð eins og alltaf. Nema hvað að ég gluggaði í Vikuna með ég beið með litinn og rakst á skemmtilegar pælingar um stjörnumerkin.. nokkrar þeirra áttu svo vel við ákveðna aðila ...
  • Naut: Einn, reyndu að segja að peran sé ónýt og best sé að skipta henni út og svo þurfi að henda henni
  • Tvíburi: Tvo, þeir skipta samt aldrei um peru heldur ræða um það hver á gera það og afhverju þurfi að skipta um peru
  • Meyja: Um það bil einn með skekkjumörkum +/- milljón
  • Bogmaður: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú hefur áhyggjur af ljósaperu!
  • Steingeit: Eyðum ekki tíma í þessa barnalegu brandara

Sérfræðingur eða kollegi

Mér finnst alltaf pínulítið kjánalegt og jafnvel óþægilegt þegar fólk spyr mig að einhverju um mitt sérsvið og jafnvel kallar mig sérfræðing á því sviði, eða hvað þá þegar fólk spyr um kollega mína - þær Valgerði og Hildi Höllu... mér finnst maður ekki eignast kollega fyrr en á fimmtugsaldri. Kannski er þetta spurning um sjálfstraust, því jú eitthvað hlýtur maður að hafa lært á fimm árum í háskóla.
---
Dagurinn í dag fór í lestur á lagatextum, umsögnum, greinargerðum, ræðum og fleiri skemmtilegheitum frá Alþingi. Mér finnst lúmst gaman að lögum og reglugerðum, kannski af því ég get verið svo ferköntuð stundum :) Nýju grunnskólalögin eru mjög sérstök fyrir margar sakir og tímamótalög að vissu leyti en að mörgu leyti fara þau aftur til eldri lagasetninga hvað varðar minn hóp. Mikil gagnrýni kom frá ýmsum hagsmunahópnum þegar frumvarpið var lagt fram en ég get ekki séð að sú gagnrýni sem kom á klausur er varða nemendur með sérþarfir hafi fengið jafn mikið vægi og sú gagnrýni sem kom á "kristilegt siðgæði" á sínum tíma.
---
Fyrrum kennari minn úr BA náminu kom að spjalla við mig og við áttum gott og skemmtilegt spjall um nýju lögin, krakka með ADHD, SMT-og PMT agastjórnunarkerfin og þess háttar. Í samtalinu vísaði hún til mín sem sérfræðings í þessum málum, sérfræðingur er fyrir mér alvitur einstaklingur sem er orðinn nokkuð gamall. Það er ég ekki, hvorki alvitur né gömul. Kannski aftur, spurning um sjálfstraust. Ég veit margt um þetta efni, en ekki allt.
---
Ég átti líka samtal við annan einstakling sem var á öndverðum meiði við mig í þessum málum, ég kvíði fyrir því að kynna efni ritgerðarinnar og mæta fleira fólki með þær skoðanir - því jú, þeir sem eru á öndverðum meiði við mig eru fleiri en þeir sem mér eru sammála. Allt spurning um vald ráðandi hópa.
--- En kollegar mínir, ég hvet ykkur til að kíkja á nýju lögin :)

Sumarið er að verða búið...

... og mér finnst ég ekkert hafa gert "sumarlegt". Það sem af er sumri hef ég farið til Akureyrar í 2 helgarferðir, eina ferð norður á Blönduós og svo viku til Krítar. Næsta helgi verður tekin á Skagaströnd city og svo er það sumarbústaður í ágúst. Þegar sumarið kveður mun ég hafa fest tjaldvagninn einu sinni aftan í bílinn. Þegar fjárfest var í gripnum var ákveðið að vera alltaf í útilegu, ég fer aldrei í útilegu samt búin að eiga gripinn núna í 3 ár. Góð kaup þar.
--- Mér finnst ég hafa verið svo upptekin en samt hef ég ekki gert margt.

þriðjudagur, júlí 15, 2008

Barnið grét...

... yfir lokaþættinum af Age of Love og gat ekki hætt að gráta. Hún ætlar greinilega að erfa stáltaugarnar hennar mömmu sinnar.

Blettatígur með bólgið auga

Frá því ég fæddist á stofu 6 á Héraðshæli Austur Húnvetninga hef ég verið B manneskja, eða svo gott sem. Mér finnst best að vinna fram á nótt og þegar ég var sem mest í námskeiðum sátum við og lásum (og hlógum) í Odda þar til við vorum nánast reknar út úr húsinu - ýtið bara á "push to open" sagði einn öryggisvörðurinn við okkur þegar við héldum að við værum læstar inni.
---
Mér finnst algjörlega ómögulegt að fara snemma að sofa og að sjálfsögðu er mér ókleift að vakna fyrr en um sjö, hálf átta á morgnana í fyrsta lagi. Sem betur fer mæti ég ekki til vinnu fyrr en níu og Melaskóli byrjar ekki fyrr en hálf níu - gjörsamlega sniðið fyrir okkur mæðgur. Yndið mitt er nefnilega alveg eins og ég, hún nennir mjög sjaldan á fætur á morgana og er lengi að sofna á kvöldin. Litla dýrið er klædd í föt og fær morgunmat á skrifborðið sitt inn til sín - annars tekur það heila eilífð að koma henni á fætur. Ef ég næ ekki að grípa hana þegar hún er búin með morgunmatinn fer hún aftur að sofa. Eitt sinn ætlaði ég að kvarta við mömmu undan þessari hegðun hjá barninu en hún hló bara, ég var víst svona líka :)
---
Ég ætlaði þó að breyta til í kvöld, fara að sofa fyrir miðnætti. Ég ákvað þó að fara í sturtu fyrir svefninn og fara í smá beauty meðferð. Nema hvað, mig fór allt í einu að klægja svo svakalega í augað en pældi lítið í því fyrr en ég var búin að taka til augnbrúnalitinn. Ég hætti skyndilega við þegar ég sá að annað augað var eldrautt og stokkbólgið eins og á leikskólabarni með augnkvef. Jæja, ég ákvað að sleppa andlitsdúlleríi og skellti mér í sturtuna. Mér til mikillar ánægju steig ég úr sturtunni endurfædd sem blettatígur, fallega brúna húðin mín er öll að fara. Eftir að hafa borið á mig body butter ákvað ég að hætta við að fara snemma að sofa... það er alveg sama hvað ég geri, ég verð pottþétt með ljótuna á morgun.
---
Myndir frá bryllupinu á Akureyri eru hér

sunnudagur, júlí 13, 2008

Það eru naumast viðbrögðin..

.... við síðustu færslu - vill enginn að ég gangi út? Valla bauð mér aðstoð við ferminguna hennar Maríu þegar ég var að hjálpa henni fyrir bryllupið, ómeðvitað gerði hún ráð fyrir því að ég myndi ferma fyrr en gifta mig - greinilega fleiri sem hugsa svoleiðis :)
---
Ég er búin að vera frekar mikið á netinu undanfarna daga og bloggrúnturinn minn hefur ekki beint verið uppörvandi, allir að blogga um karlaleysi, kvennaleysi eða vonlausa kosti. Greinilegt að það tekur á sálina að vera single á þessum árstíma. Sumarið er svo skemmtilegur date tími, svona eins og hálfgerður fengitími.
---
Annars er helgin bara að verða búin og á morgun taka við ritgerðarskrif - sem nota bene ganga bara nokkuð vel! Hanna Björg gaf mér þvílíka vítamínsprautu í morgunkaffinu um daginn, ég kom mér fyrir við vinnuskrifborðið mitt í Gimli og vann eins og mófó enda kerlingar mínar í næsta nágrenni ef mig vantaði spjall eða truflun. Ég var ekki alveg að finna mig í Odda, þar er enginn þessa dagana og þögnin er þrúgandi. Þeir sem þekkja mig vita að lærdómur í þögn hefur aldrei verið mín sterka hlið.
---
Við María erum búnar að vera nokk duglegar þessa helgina, á föstudag fór sú stutta í flugferð með pabba sínum í 2 tíma um SV- landið. Á laugardag dúlluðumst við heima og fórum svo í Hafnarfjörðinn að hjálpa til við flutninga og það sem þarf að gera þar. Í dag réðumst við svo á herbergi heimasætunnar, það verk er enn óklárað en 4 pappakassar og 1 ruslapoki hafa kvatt alltof stóra herbergið hennar. Við gerðum smá hlé á tiltektinni og fórum í bíó á KungFu Panda. Þessi elska var búin að sjá myndina svo hún sagði mér alltaf hvað gerðist næst :)
---
Næsta helgi er svo pabbahelgi -aldrei að vita hvað maður gerir þá. Reyndar er ég að leita mér að smá helgarvinnu þær helgar sem hún er í burtu svo það er aldrei að vita nema maður verði að vinna - who know´s
----
En stelpur, ég var ekkert að grínast í síðustu færslu - komið mér á deit

föstudagur, júlí 11, 2008

Age of Love

Ég er gjörsamlega húkkt á þessum hallærislega þætti - ég hlæ, græt, verð reið, afbrýðisöm og allan pakkann. Mig langar svo í fullkomið líf með fullkomnum manni. En samt langar mig líka að vera bara ein með Maríu það sem eftir er.
---
Mig langar að vakna á morgnana og fara að sofa með einhverjum sem ég elska og elskar mig út af lífinu. Mig langar í rómantískan karl sem vill allt fyrir mig gera en vill líka að ég sé sjálfstæð. Mig langar í karl sem sér ekki sólina fyrir mér og Maríu. Mig langar í karl sem langar ekkert í fyrrverandi kærustuna sína. Mig langar í karl sem heldur ekki framhjá. Mig langar í karl sem er ekki í neinni óreglu, í góðu starfi og með góða menntun. Mig langar í karl sem eldar, þrífur og tekur til. Mig langar í karl sem er handlaginn og getur reddað því sem þarf að redda. Mig langar í karl sem nennir að kúra með mér og horfa á vælu í sjónvarpinu og finnst það krúttlegt þegar ég sofna. Mig langar í karl sem fær mig til að brosa án þess að segja nokkuð.
---
Samt tel ég mér trú um það að mér langi bara að vera single það sem eftir er, búa okkur Maríu gott heimili í sætri íbúð í vesturbænum og ferðast með henni um heiminn án þess að nokkur karl trufli plön okkar. Því þrátt fyrir að mig langi í karl þá langar mig samt líka að geta gert það sem mig langar án þess að þurfa nokkuð að ræða það við nokkurn annan sem mögulega gæti haft skoðun á því sem ég þyrfti að melta. Mig langar samt svo mikið að vera á sama stað og margar vinkonur mínar, að bæta í barnahópinn, gifta sig og koma sér fyrir í framtíðarhúsnæði.
---
Stelpur - komið mér á date!

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Af eplum og öðrum ávöxtum

Sólin skín úti og ég sit inni við tölvuna. Ég fór og hitti Hönnu í morgunmat í gær, hún er svo yndisleg og svo mikið vítamínsprauta. Ég held að ef ég myndi hitta hana einu sinni í viku þá myndi ég rúlla þessari ritgerð upp á no-time. Ég þarf að taka nokkur fleiri viðtöl og lesa nokkrar ritgerðir uppi á safni - svo er ég bara búin með gagnsöfnun og þá er bara eftir að skrifa. Mér finnst gaman að skrifa og þá sérstaklega þegar mikið er komið á blaðið - þá er svo lítið eftir.
---
Hanna Björg sannfærði mig líka um að þetta væri skemmtileg ritgerð og mér fannst efnið mjög áhugvert eftir okkar samtal - var nefnilega komin með nett ógeð á því. Það er náttúrlega fáránlegt þegar lögum er breytt svo ráðandi hópar þurfi ekki lengur að brjóta lögin þegar verið að brjóta á rétti valdaminni einstaklinga. Minnir mann bara á maríjúnalöggjöfina í USA sem var mjög ströng þar til börn háttsettra aðila voru tekin að fá sér smók. Nema hvað að það eru ansi mjög ár síðan og maður hélt að Ísland ræki ekki svona stefnu.
---
Dagskrá dagins í dag er að setja upp hvern kafla, ss hvað á að vera í honum og hvað ekki. Á morgun ætla ég að skipuleggja allt lesefnið sem ég er með út frá þessum köflum.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

IRONMASTER

... já eða bara bloggmaster, ég er alla vega ekki master í fötlunarfræðum. En í síðustu færslu var ég nýkomin heim frá Akureyri - hölt. Í dag er ég ennþá hölt en nýkomin heim frá Blönduósi með smá millilendingu á Krít. Maja systa reddaði sennilega fætinum með því að draga glerbrot úr ilinni fyrr í dag :)
Við Guðrún vorum ss svo miklir snillingar að í byrjun maí pöntuðum við ferð til Krítar eins og margir vissu - flestir nema Sunnefa - en hún var að fara í sömu ferð með Vicktoríu. Hún vissi ekki af okkur Guðrúnu fyrr en við mættum henni á innritunarborðinu í KEF. Við vorum í viku á Krít þar sem við lágum í sólbaði, sáum drauga, lásum bækur (aðallega Plúsferðabæklinginn samt) og gerðum gloríur á bílaleigubíl... ég dó næstum því úr hræðslu þegar Guðrún þurfti að bakka ca 0,5 km á einbreiðum malavegi efst upp í fjalli. Ég gekk með bílnum og Sunnefa gædaði um topplúguna. Myndir koma fljótlega eða bara þegar ég nenni ...
Annars fórum við mútta með Óla frænda og krökkunum norður um síðustu helgi. Ég keyrði allt liðið á Fordinum hennar Maju, þvílík draumadós - mig langar í Ford Explorer þegar ég verð rík. Eigum við eitthvað að ræða það hvað það er gott að keyra þetta tæki? En nú er komin pása á sumarfríið, ég er sest að upp í Odda - að sjálfsögðu um leið og Helgi fer út hahha - en planið er að vera komin með góða mynd á ritgerðarskrímslið þegar ég mæti aftur í vinnu í ágúst. María brillerar á námskeiðum út um allan bæ og við dúllumst saman á kvöldin. Eníveis, ég hendi myndum inn þegar ég nenni

þriðjudagur, júní 24, 2008

Sýnishorn úr giftingarveislunni

Fanney Dóra og Jóhanna - eldhressar Anna Rósa veislustjóri og Heimir tónlistarstjóri
Heimir og Snorri spiluðu undir á gítar langt fram undir morgun
Brúðhjónin sungu að sjálfsögðu með
Addi tók snilldartakta - spurning um að blasta videoinu af kauða hér inn?
Fleiri myndir koma svo seinna...

mánudagur, júní 23, 2008

Ó já...

Jæja, það er ástæða fyrir því að ég er/var þunn, þreytt og hölt í gær. Á föstudagsmorgun skundaði ég norður á Akureyrina, ferðin gekk nokkuð vel og ég keyrði í geggjuðu veðri alla leiðina með Super Mama Djumbo í botni.
---
Föstudagurinn fór í undirbúning fyrir partý aldarinnar, Valla og Addi gengu í það allra heilagasta í apríl og héldu upp á það á laugardaginn. Ofurkonurnar, ég og Valla, fóru snemma í háttinn með nýplokkaðar augabrúnir. Fyrri partur laugardagsins fór svo í að klára undirbúninginn, Chile salatið sló í geng - ótrúlega gott með grillmatnum.
---
Kl 17.00 - Fyrstu gestir mæta á svæðið. Ásdís er enn að taka sig til.
kl. 17.30 - Fleiri gestir mæta. Ásdís brunar út í búð að kaupa innlegg í skóna hjá henni og Völlu
kl. 18.00 - Skálað í fyrsta freyðivínsglasinu, stuttu seinna í glasi nr. 2 og aðeins seinna í glasi nr. 3
kl. 18.30 - Matur - engin steinselja varð eftir í tönnum
kl. 19.00-22.30 - Unnið hörðum höndum að því að tapa sjarmanum. Skemmtilegar ræður og skemmtatriði, mikið hlegið og sungið.
kl. 22.36 - Sjarminn farinn. Friðrik hellir yfir Ásdís rauðvíni. Ásdís skiptir um skyrtu. Haldið áfram að syngja
kl. 03.00 - Rölt af stað í bæinn, farið á Karolínu. Ásdísi langaði að dansa. Hringdi í Önnu Rósu, Önnu Beggu, 118 og eitthvað nr sem hún þekkir ekki.
kl. 03.31 - Ásdís fer af Karolínu og hitti fyrrv einnar úr vinahópnum. Hann elskaði hana víst alveg rosalega mikið. Ásdís þurfti að flýta sér á Kaffi Ak áður en það lokaði. Hljóp berfætt.
kl. 03.38 - Ásdís komin á Kaffi Ak. og dansar með Önnu Beggu og Önnu Rósu, fékk heimboð frá einum 21 árs - afþakkaði það.
kl. 03.45 - Ásdís varð pirruð
kl. 04.00 - Ásdís ætlar með Önnu Beggu á barinn, týndi henni á leiðinni. Fór samt á barinn. Ljósin voru kveikt. Hitti Sæsa, fór aftur á barinn.
kl. 04.15 - Ásdís fór á Hlölla
kl. 04.30 - Ásdís leggur af stað heim í Vanabyggðina, berfætt. Deyr úr hlátri í Skátagilinu.
kl. 05.00 - 05.30 - Ásdís farin að nálagast Vanabyggðina, tapaði sér í símanum - hringdi út um allt.
kl. 05.32 - Ásdís leggst til hvílu í öllu nema skónum
kl. 09.30 - Ásdís vaknar að kafna úr hita. Fer í stofuna, úr lopapeysunni og heldur áfram að sofa.
---
Ótrúlega skemmtilegt kvöld og frábær helgi, heimferðin var erfið - ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég stoppaði á Öxnadalsheiðinni, í Varmahlíð, á Blönduósi, í Víðidalnum, í Staðarskála og í Borgarnesi. Mikið hlegið - mikið sungið. Ég elska Akureyri - það er alltaf svo gaman þar

sunnudagur, júní 22, 2008

Ég er...

... hölt, þunn og þreytt eftir frábæra helgi.

miðvikudagur, júní 18, 2008

Talarðu íslensku?

... var fyrsta spurningin sem ég fékk þegar ég settist með tölvuna og vinnudótið mitt á Hressó nú í morgun. Mér er spurn, lít ég út fyrir að vera voðalega útlensk? Kauða vantaði að vita landsnúmerið fyrir Ísland og taldi víst að ég vissi það ekki fyrst ég væri íslensk.... Hann er sjálfur Íslendingur.
---
Ég prufaði að vera 3ja barna móðir um helgina, ég var í Hafnarfirðinum með Maríu, Önnu og Ottó. Ég fór aðeins í búð á sunnudaginn og fékk pössun fyrir börnin, ég hreinlega nennti ekki að smala öllum í bílinn og fara á milli verslana með þau. Ég tek ofan af fyrir þeim mæðrum sem geta átt 3 börn, haldið sómasamlegt heimili og litið þokkalega út. Ég var eins og drusla og átti fullt í fangi með að halda heimilinu sæmilegu. Þau eru samt svo mikil yndi öll saman, eins og systkini - flott systkini.
---
Við mægður kíktum svo í Hafnarfjörðinn í gær og tókum þátt í smá hátíðarhöldum þar, reyndar lögðum við bílnum á kolvitlausum stað svo meirihlutinn af deginum fór í labb. Þreyttar lappir lögðu sig svo í gærkvöldi með Maríu, við horfðum aðeins á imbann saman en barnið er alveg húkkt á "Age of Love" - skilur reyndar ekkert út á hvað hann gengur en vill alltaf horfa á hann með ástsjúku móðurinni.
---
Annars er snúllan mín að fara til pabba síns á föstudag og kemur ekki aftur til mín fyrr en 2.júlí. Mér finnst það ansi langur tími en hún á eftir að skemmta sér vel, þau hafa líka gott af því að vera saman lengur en 4 daga í einu. Hún verður á leikjanámskeiði í næstu viku svo það kemur í hans verkahring að græja hana fyrir það. Ég er ekki hrifin af svona "pabbahelgarpartýum" og við Nonni höfum lagt áherslu á að hún kynnist daglegu lífi hjá okkur báðum þó hún geri nú fleiri skemmtilegri hluti með honum heldur en með mér. En ég á samt eftir að sakna hennar alveg þvílíkt mikið.
---
Nóg af tuði, Akureyrin á föstudag - ég bara elska Akureyrina og fólkið mitt þar. Partý aldarinnar verður svo á laugardaginn þar sem ég verð salatmeistarinn - smátt skorið!

mánudagur, júní 09, 2008

Af ljótunni og öðrum skemmtilegheitum

Þá er kominn einn einn mánudagurinn, síðasti mánudagurinn minn í vinnunni þar til í ágúst. Næsta mánudag verð ég komin í leyfi og flutt upp á 3.hæð í Odda. Reyndar skýst ég nokkrum sinnum á fundi út í Gimli og sennilegast á ég nú eftir að heimsækja kerlingarnar mínar nokkrum sinnum til að spjalla. Þrátt fyrir að hafa nánast búið í vinnunni síðustu vikur þá eru enn nokkur verkefni sem ég á eftir að klára. Svo er það blessuð MA ritgerðin sem fær að njóta krafa minna í sumar.
---
Annars vaknaði ég með ljótuna í morgun, á háu stigi. Ég vaknaði of seint til að ná að maka henni af mér svo ég hljóp(keyrði) bara í vinnuna, ég hugsaði með mér að ég ætti hvort sem er eftir að vera lokuð inni á skrifstofu í allan dag í samlestri vegna brautskráningarinnar en annað kom á daginn. Þau fáu skipti sem ég var frammi hitti ég fullt af fólki, fólki sem mig langaði ekkert að hitta með ljótuna. Það er svo týpískt. Húðin á mér er öll í fokki, þurrkublettir og bólur og augabrúnirnar eru ekki til umræðu. Ég held að fína andlitskremið mitt sem ég sjoppaði úti á Tenerife sé að gera mér einhvern óleik, spurning um að skipta bara í Nivea - það virkar alla vega fínt.
---
Næst á dagskrá er að ná ljótunni af fésinu áður en ég fer til Akureyrar, koma mér í lærdómsgírinn, undirbúa nokkur viðtöl og missa nokkur kg - öll töfrabrögð í þeim efnum eru vel þegin.

sunnudagur, maí 25, 2008

Sleepy sunday

Í dag er sunnudagur, crazy vinnuvika að baki og önnur crazy að banka upp á. Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt eins og á föstudagskvöldið þegar ég hlunkaðist til Maju að passa, ég svaf á mínu græna alla nóttina og eins og góðri barnapíu sæmir vaknaði ég ekki við börnin um morguninn heldur svaf til hádegis... Ég fór þá heim og sofnaði aftur.
Guðrún bauð okkur Sunny í Eurógrill í gærkvöldi, kvöldið var rosalega fínt í alla staði en ég komst aldrei í partýgírinn - þetta var bara eitt af þessum kvöldum. Ég var bara ógeðslega þreytt og fór snemma heim. Ég svaf í pörtum fram undir morgun, og lagði mig svo aftur seinni partinn - það er svo gott að sofa þegar maður er freyttur skratti.
Ég verð svo eiðarlaus á sunnudagskvöldum - ég skil þetta ekki. Mig langar að Vallan mín búi hérna í húsinu og komi með mér á kaffihús og ræði helstu málefnin eins og í den... bara einn bolli - það var næs. Ohh mig langar á kaffihús núna.
---
En hvernig líst ykkur annars á þessa mynd af mér og Nonna í útskriftinni minni í október 2005??? Við skulum hafa það á hreinu að ég er bara 24 ára þarna.... Af hverju sagði enginn neitt? Ég er hræðileg á þessum myndum

sunnudagur, maí 18, 2008

It´s complicated....

Mér leiðist, ég nenni ekki að fara að sofa en ég veit að ég ætti að gera það - mér leiðist of mikið til að nenna í rúmið. Mig langar svo margt og hugurinn er all over the place

  • Mig langar að kaupa mér ný húsgögn, en why? ég er að fara flytja eftir hálft ár
  • Mig langar að flytja en ég hef ekki efni á því
  • Mig langar að mála íbúðina en ég má það ekki
  • Mig langar að búa á Akureyri en mamma og Mæja þurfa þá að flytja líka
  • Mig langar að í augnbrúnatattú, gervineglur, sílikón og sixpakk en ég nenni ekki að hreyfa mig og hitt er of dýrt til að spreða í það svona á sunnudegi
  • Mig langar að læra eitthvað annað en fötlunarfræði en ég er samt eiginlega búin með hana. Mig langar í stjórnmálafræði en það er fáránlegt að vera með 2 BA próf
  • Mig langar að fara til útlanda í nám en það er bara svo flókið og dýrt
  • Mig langar í stelpuferð til útlanda en bara
  • Mig langar að vera sjálfstæð og geta gert allt sem mig langar til

Hvað skal mann þá gjöra? ohhh

laugardagur, maí 17, 2008

Akureyrin og gamli skrafurinn

Það var geðveikt á Akureyri - viðbjóðslegt veður á leiðinni en frábært á Eyrinni. Fermingin var fín, áfengið rosalega fínt og félagsskapurinn rosalega góður. Myndirnar eru hér... --- En ég bara varð að stela þessum brandara af öðru bloggi Kona nokkur ákveður að fara í andlitslyftingu á afmælisdegi sínum, eyðir í það 500.000 krónum og er bara nokkuð ánægð með árangurinn. Á leiðinni heim kemur hún við í hreinsun og hreinlega getur ekki hamið sig og spyr afgreiðslumanninn, "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? "Svona 32 segir maðurinn". "Ég er reyndar 47", segir konan ánægð. Skömmu síðar er konan stödd á veitingastað og spyr þjóninn "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? "Þú ert svona 29 ára", svarar þjónninn. "Ekki aldeilis, ég er 47 ára" segir konan og glottir við tönn. Konan er orðin virkilega ánægð með þessa ákvörðun sína og þar sem hún stendur fyrir utan veitingastaðinn og bíður eftir leigubíl getur hún ekki á sér setið og spyr eldri mann sem stendur við hlið hennar. "Hve gömul myndir þú halda að ég sé"? Hann svarar, "Ég er 78 ára sjálfur og sjónin er farin að daprast. En ég komst að því sem ungur maður að það er til örugg aðferð til að segja til um aldur kvenna. Ég þarf þó að lauma hendinni ofan í buxurnar þínar til þess að finna þetta út, en þá veit ég það nákvæmlega. Eftir mikla umhugsun konunnar segir konan afar forvitin, "jú, jú, kannaðu það sem kanna þarf". Gamli maðurinn bíður ekki boðanna og setur höndina mjúklega ofan í buxur konunnar, fyrst annarri og síðan báðum og kannar þessi ókunnu lönd af mikilli gaumgæfni og segir svo, "þú ert 47 ára". Konunni verðu mikið brugðið og segir það hárrétt en spyr líka hvernig í áranum hann hafi farið að þessu. Gamli maðurinn svarar, "Ég sat á næsta borði við þig á veitingastaðnum hérna áðan".

föstudagur, maí 09, 2008

Akureyris og stjörnunar

Jamms, mín er að fara að leggja í hann til Akureyris... færðin er ekta ég, hálka og éljagangur - lovly. Stjörnurnar eru fyndnar í dag, ég flétti upp stjörnuspánni minni eins og ég geri ansi oft. Sunny, um hvað vorum við að tala í gær? Naut: Þú ert klár og heilbrigður í kollinum, og langar að eiga viðskipti við þína líka. Það er ekkert skrýtið, en einhver öfl eru vilja endilega stríða þér. hahhahahaha

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Hamstraslys og kynlíf

Hamsturinn okkar, hún Stjarna, lenti í alvarlegu slysi í dag (eða gær... donnó - dýrið er ekki í uppáhaldi). Þegar ég kom heim í dag heyrði ég hana væla í búrinu sínu og þeir sem eiga hamstra vita sennilega að sjaldnast heyrast hljóð frá þeim. Nema hvað þegar ég leit á dýrið var það búið að festa sig í búrinu á öðrum fætinum. Með snarræði vippaði ég mér í þvottapoka og hóf björgunarstörf. Dýrið er þekkt fyrir að bíta ansi hressilega á ólíklegustu tímum svo ég tók enga sénsa með sárþjáð dýrið. Ég náði að losa greyið en hún átti mjög erfitt með gang, haltraði og átti í mesta basli með að koma sér áfram. Samviskubitið yfir því hvað ég hef hugsað illa um greyið drap mig næstum því svo það var brunað út í búð og keypt nýtt búr sem ómögulegt er að slasa sig í, fullt af vítamínum, nammi og hamstraleikföngum. Dýrið er aðeins að braggast núna, hleypur á þremur fótum og leikur sér í nýja dótinu. --- En kynlífið, ég held ég sé alveg búin að gefa það upp á bátinn að fara í doktorsnám. Meistari Leno "kynnti" niðurstöður nýrrar könnunar í þættinum áðan og þar kom fram að eftir því sem gáfaðari konur væru því lélegri væru þær í rúminu og ættu erfiðara með að fá fullnægingu. Tek hann á orðinu, algjörlega.

föstudagur, apríl 25, 2008

Sumarið komið...

Sumri var fagnað með viðeigandi hætti í dag... í kulda og rigninu. Merkilegt að við skulum halda upp á þennan dag, ég man ekki eftir sumarlegu veðri þennan dag alla mína tíð. En það að sumardagurinn fyrsti sé að kvöldi kominn þýðir að.... ..... fullt af grunnskólanemendum eru að læra fyrir samræmd próf ..... fullt af háskólanemendum eru að læra fyrir vormissserispróf ..... fullt af háskólanemendum eru að fá magasár yfir lokaritgerðunum sínum og og og það sem mestu máli skiptir..... ég á afmæli eftir 2 daga!

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Brjóst eru bara brjóst

"Femínistafélag Íslands stendur fyrir mótmælum gegn hlutgervingu kvenlíkamans í Vesturbæjarlauginni kl. 17.00 í dag. Klámfengnar myndir af stöðluðum konum tröllríða fjölmiðlum og almannarými, þó fátt sé fegurra en kvenlíkaminn í öllum sínum fjölbreytileika. Að skylda konur til að hylja brjóst sín í sundi lýsir lostafullum kenndum þeirra sem reglurnar setja. Nú er kominn tími til að konur skilgreini eigin líkama upp á nýtt og ákveði sjálfar hvort brjóst þeirra skuli hulin eður ei.
Konur - mætum berar að ofan í sund kl. 17.00 í dag"
Ég veit ekki stelpur - en ég er of sperhrædd til að mæta, silicon myndi kannski redda því :) Sennilegast er það frúin sem var rekin úr sundlauginni í Hveró sem startaði þessu

sunnudagur, mars 30, 2008

Brilliant kvöld

... á föstudaginn eftir vinnu komst að því að partý sem ég hélt að búið væri að cancela væri on. Ég var ekki í stemmaranum en ákvað nú samt að kíkja og ég hef sjaldan hlegið eins mikið, drukkið eins mikið og sofnað eins seint. Við Guðrún fengum Gunna til að keyra okkur upp í Mosó því gamli vinahópurin ætlaði að hittast og tjútta saman. Mæting var heim til Sigga Palla sem var í gamla daga íbúðin hans Davíðs Jóns - án gríns þá vorum við ekki alveg að rata þetta en komumst þó á leiðarenda. Heim til Sigga Palla komu Erna, Kolla Svans, Davíð Jón, Anna Heidi, Siggi Valli, Svanni og einhverjir fleiri (less important people hahha) --- Gamlar myndir, gamlar minningar - margar tengdar þessari blessuðu íbúð- og börnin okkar voru umræðuefnið. Frá Sigga Palla fórum við á Players þar sem ég hitti konu úr uppeldisfræðinni sem ég lofaði að skipuleggja hitting fyrir (Hildur, Valla, Ingunn og þið uppeldisfræðiskvísur - við eigum að fara að hittast). Af Players fórum við upp í Mosó heim til Davíðs Jóns þar sem setið var og borðað og drukkið milli þess sem við grétum úr hlátri til að vera sjö. --- Eníveis, frábært kvöld. Takk allir saman - myndirnar eru hér - ritskoðaðar :)